Mikilvægi félagslegrar virkni fyrir andlega og líkamlega heilsu: Rannsókn á félagslegri virkni hælisleitenda Í Reykjavík

Staða hælisleitenda á Íslandi hefur lítið verið rannsökuð og enn síður félagsleg virkni þeirra. Því var markmið þessarar eigindlegu rannsóknar að rannsaka möguleika hælisleitenda, sem vistaðir eru í úrræðum á vegum Reykjavíkurborgar, til virkni. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hvernig er f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhallur Guðmundsson 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29259
Description
Summary:Staða hælisleitenda á Íslandi hefur lítið verið rannsökuð og enn síður félagsleg virkni þeirra. Því var markmið þessarar eigindlegu rannsóknar að rannsaka möguleika hælisleitenda, sem vistaðir eru í úrræðum á vegum Reykjavíkurborgar, til virkni. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hvernig er félagslegri virkni meðal hælisleitenda í þjónustu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar háttað? Hvaða áhrif hefur skortur á félagslegri virkni á hælisleitendur á meðan þeir bíða ákvörðunar um stöðu sína á Íslandi? Til að svara spurningunum var gerð eigindleg rannsókn þar sem tekin voru sex viðtöl við hælisleitendur frá mismunandi upprunaríkjum, þrjár konur og þrjá karla á aldrinum 23 til 36 ára, sem allir fá þjónustu frá velferðarsviði Reykjavíkur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur í rannsókninni reyna eftir megni að viðhalda daglegri virkni sinni og eru flestir mjög meðvitaðir um afleiðingar þess að viðhalda ekki virkni. Flestir þátttakendur nýttu öll þau tækifæri sem þeir höfðu til félagslegrar virkni en mættu ýmsum hindrunum, menningarlegum og félagslegum. Helsta hindrunin sem þátttakendur töldu sig mæta var að fá ekki að taka þátt á vinnumarkaði. Skortur á félagslegri virkni hafði neikvæð áhrif, bæði líkamleg og andleg, á þátttakendur. Þeir upplifðu sig jaðarsetta auk þess sem þeir höfðu fundið fyrir einkennum kvíða og þunglyndis. Rannsóknin benti til að aukin virkni hefði jákvæð áhrif og ynni gegn neikvæðri andlegri líðan. Lykilorð: Hælisleitendur, jaðarsetning, félagsleg virkni, félagsauður Little has been researched about asylum seekers and their position in Icelandic society and even less so on how they keep socially active. The objective of his qualitative study was to look at the resources asylum seekers in the city of Reykjavik have access to, in order to keep active. The research questions were as follows: What is the social participation of asylum seekers, who receive welfare service from the city of Reykjavík? How does lack of social participation, while waiting for a decision on their ...