Félagsleg tengsl og geðraskanir. Stuðningur frá fjölskyldu og trúnaðarvinatengsl

Markmið rannsóknarinnar voru tvíþætt, annars vegar að kanna félagslega stöðu einstaklinga sem dvalið hafa á endurhæfingargeðdeildum LSH og hins vegar að kanna hvort sterk félagsleg tengsl væru verndandi þáttur með sérstöku tilliti til endurinnlagna. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Sara Henrysdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29243
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar voru tvíþætt, annars vegar að kanna félagslega stöðu einstaklinga sem dvalið hafa á endurhæfingargeðdeildum LSH og hins vegar að kanna hvort sterk félagsleg tengsl væru verndandi þáttur með sérstöku tilliti til endurinnlagna. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem rannsóknargögnum var aflað úr gagnagrunni Landspítala sem byggir á alþjóðlegu geðþjónustumatskerfi InterRAI Mental Health (InterRAI MH). Gögnin tilheyra geðheilbrigðismati einstaklinga sem dvöldu á þremur endurhæfingargeðdeildum LSH á tímabilinu 1. janúar 2013 – 1. janúar 2015. Heildarfjöldi mata yfir tímabilið var 451 en að baki þeim lágu 174 einstaklingar sem allir fengu fyrsta mat. Í eina innlögn komu 33 einstaklingar, í tvær innlagnir komu 84 einstaklingar og í þrjár og fleiri innlagnir komu 57 einstaklingar yfir tiltekið tímabil. Kynjahlutfjall var nokkuð jafnt en karlar komu almennt í færri innlagnir en konur. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stórt hlutfall hópsins voru einstaklingar sem bjuggu einir og voru einstæðir. Einnig var hlutfall atvinnulausra hátt eða rúmlega 90% af heildarfjölda þeirra sem komu í fyrstu innlögn. Stórt hutfall þessara einstaklinga óháð kyni taldi sig í góðum tengslum við fjölskyldu og upplifði mikinn stuðning af hennar hálfu. Konur áttu í mun meira mæli trúnaðarvin en karlar en tæplega 60% þeirra áttu ekki trúnaðarvin. Lykilorð: Félagsleg tengsl, félagslegur stuðningur, endurinnlagnir, geðheilbrigði, geðraskanir. The aims of the research were twofold, firstly to examine the social status of individuals who have stayed at the psychiatric rehabilitation ward at The National University Hospital of Iceland and secondly to look at whether strong social relations were a protective element with special regards to rehospitalizations. The research is based on quantitative methodology and the research data was collected from The National University Hospital that bases on an international mental health evaluation system called InterRAI Mental Health (InterRAI MH). The data ...