„Ég væri bara til í að eiga eins og aðrir“: Reynsla reykvískra barna af því að búa við fátækt

Að búa við fátækt getur haft víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif á velferð barna. Árið 2014 bjuggu um 9,1% barna á Íslandi við fátækt samkvæmt skortgreiningu Unicef. Mikilvægt er að bæta hag þeirra barna sem búa við fátækt en niðurstöður rannsókna benda til þess að viðhorf og reynsla barna af því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Soffía Hjördís Ólafsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29242
Description
Summary:Að búa við fátækt getur haft víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif á velferð barna. Árið 2014 bjuggu um 9,1% barna á Íslandi við fátækt samkvæmt skortgreiningu Unicef. Mikilvægt er að bæta hag þeirra barna sem búa við fátækt en niðurstöður rannsókna benda til þess að viðhorf og reynsla barna af því að búa við fátækt séu lykilatriði fyrir stefnumótun og breytingu á þjónustu í málum er varða fátækt barna. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem verið er að kanna umfang fátæktar og reynslu reykvískra barna af því að búa við fátækt. Tilgangur rannsóknarinnar er að vinna gegn fátækt. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar er að kanna reynslu reykvískra barna af því að búa við fátækt ásamt því að skoða áhrif fátæktar á líf þeirra. Þá var það sérstaklega skoðað hvernig hægt er að breyta skipulagi þjónustu svo hún nýtist börnum sem búa við fátækt. Við vinnslu rannsóknarinnar var eigindlegri aðferð beitt. Tekin voru 11 hálfstöðluð viðtöl við börn á aldrinum 7-12 ára en þau voru talin búa við fátækt þar sem þau áttu öll foreldra sem hlotið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu í þrjá mánuði eða meira. Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt í Reykjavík taki takmarkaðan þátt í tómstundum ásamt því að búa oft við fremur þröngan og ófullnægjandi húsakost. Þá hafði fátæktin einnig í sumum tilfellum áhrif á tengsl barna við fjölskyldu þeirra og jafningja. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar skortir ekki úrræði á vegum Reykjavíkurborgar sem gætu hentað börnum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þó benda niðurstöður til þess að skortur sé á því að fjölskyldur sem búi við fátækt nýti sér úrræði sem snúa að þjónustu við börn en þar er aðkoma félagsráðgjafa mikilvæg. Þá þurfa félagsráðgjafar að tryggja það að raddir barna fái að hljóma þegar gerðar eru áætlanir með fjölskyldum ásamt því að tryggja eftirfylgni áætlana. Lykilorð: Börn, fátækt, reynsla barna, fjölskylduvinna, þátttaka Living in poverty can have an extensive impact on children's lives and welfare. The results of ...