Hættur í starfi félagsráðgjafa: Ógnanir og ofbeldi

Framkvæmd var rannsókn til að leita svara við rannsóknarspurningunni hvort félagsráðgjafar á Íslandi upplifa ógnanir og ofbeldi í starfi. Lagt var upp með að ná til allra starfandi félagsráðgjafa á Íslandi sem skráðir eru í Félagsráðgjafafélag Íslands. Notast var við megindlega aðferð í formi spurni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björn Már Sveinbjörnsson 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29238
Description
Summary:Framkvæmd var rannsókn til að leita svara við rannsóknarspurningunni hvort félagsráðgjafar á Íslandi upplifa ógnanir og ofbeldi í starfi. Lagt var upp með að ná til allra starfandi félagsráðgjafa á Íslandi sem skráðir eru í Félagsráðgjafafélag Íslands. Notast var við megindlega aðferð í formi spurningalista sem lagður var fyrir rafrænt (fyrirmynd spurningalistans var fengin úr rannsókn frá Portúgal). Þátttakendur voru 271 talsins og var svarhlutfall 54,7%. Kynjaskipting var á þá vegu að 94,1% þátttakenda voru konur og 5,9% karlar. Flestir þátttakendur voru á aldursbilinu 31-35 ára og 56 ára og eldri eða 17,3% í báðum tilfellum. Niðurstöður sýndu að félagsráðgjafar höfðu upplifað andlegt ofbeldi í að meðaltali 35,5% tilfella, einu sinni eða oftar á síðustu 6 mánuðum í starfi. Hvað varðar líkamlegt ofbeldi reyndist það hafa átt sér stað í 2,4% tilfella að meðaltali. Algengasta tegund andlegs ofbeldist reyndist vera að skjólstæðingur hafði hrópað/öskrað á þá eða í 70,5% tilfella. Algengasta tegund líkamlegs ofbeldis reyndist vera að skjólstæðingur togaði eða ýtti í þátttakendur af mikilli hörku eða í 5,5% tilfella. Andlegt ofbeldi reyndist 7,2% algengara hérlendis í samanburði við Portúgal, þar var meðaltal andlegs ofbeldis 28,3% og 2,1% hvað varðar líkamlegt ofbeldi. Algengasta birtingarmynd andlegs ofbeldis reyndist vera sú sama í Portúgal og á Íslandi, að skjólstæðingur hrópaði/öskraði á þá, eða í 64,8% tilfella. Lykilhugtök: ofbeldi, vinnustaðaofbeldi, ofbeldi af hálfu skjólstæðinga, félagsráðgjafar, afleiðingar vinnustaðaofbeldis. The purpose of this study was to seek answers to the research question whether social workers in Iceland experience threats and violence in their job. A quantitative methodology was used in the form of a questionnaire that was submitted electronically to all members in the Social Work Association in Iceland (model of the questionnaire was obtained from a study from Portugal). There were 271 participants and the response rate was 54,7%. Of those who participated, 94,1% were females ...