Karlmenn á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði: Bakgrunnur og ástæður

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða bakgrunn þeirra karlmanna sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, ásamt því að skoða hvaða ástæður liggja á bak við að þeir eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Rannsóknin er megindleg og gerð var innihaldsgreining á málaskrám al...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Gestsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29230
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða bakgrunn þeirra karlmanna sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, ásamt því að skoða hvaða ástæður liggja á bak við að þeir eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Rannsóknin er megindleg og gerð var innihaldsgreining á málaskrám allra þeirra karlmanna sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð, samtals voru 536 karlmenn á biðlista. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að af þeim karlmönnum sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Flestir hafa lokið grunnskólastigi hvað varðar menntun. Atvinnustaða karlanna er sú að 34,7% þeirra eru öryrkjar og 32,3% þeirra eru sjúklingar. Um 67% karlanna eru öryrkjar eða sjúklingar. Hvað varðar dvalarstað karlmannanna kom í ljós að flestir karlanna dvelja á heimili annarra, eða í 19,8% tilfella, eða eru án heimilis, eða í 19,4% tilfella. Þeir karlar sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði glíma við langvarandi og mikinn félagslegan vanda í 87,9% tilfella. Ríkisfang karlmannanna skiptist þannig að um íslenska karlmenn er að ræða í 92,2% tilfella. Af karlmönnunum glíma 52,4% við geðrænan vanda eða hafa glímt við geðrænan vanda. 64,9% glíma við vímuefnavanda eða hafa átt við vímuefnavanda að stríða. 2,8% karlanna eru greindir með þroskahömlun. 26,9% karlanna glíma við líkamlegan vanda eða hafa átt við líkamlegan vanda að stríða. 6,3% karlanna voru með ótilgreindan vanda. Af karlmönnunum voru 35,8% greindir með tvíþættan vanda og 13,1% glímdi við líkamlegan vanda ásamt vímuefnavanda. Aðeins voru 0,6% karlmanna í rannsókninni með þroskahömlun og tvíþættan vanda. Lykilorð: Félagslegt leiguhúsnæði, karlmenn, biðlisti, heimilislaus, geðrænn vandi og vímuefnavandi. The aim of this study is to examine the background of the men who are on the waiting list for social housing in Reykjavík, as well as to examine what the reasons are for being on the waiting list for social housing. The study is quantitative and a content analysis was done of all the men‘s ...