Dúlur og félagsráðgjöf. "Hún var svona manneskjan mín"

Dúlur eru starfsstétt sem hefur fengið litla umfjöllun hér á landi en þær eru konur sem aðstoða aðrar konur fyrir, í og eftir fæðingu barns. Eitt helsta markmið þeirra er að veita samfelldan stuðning í barneignarferlinu, sem hefur farið sífellt minnkandi í hinum vestræna heimi, síðan að fæðingar fær...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnea Steiney Þórðardóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29228
Description
Summary:Dúlur eru starfsstétt sem hefur fengið litla umfjöllun hér á landi en þær eru konur sem aðstoða aðrar konur fyrir, í og eftir fæðingu barns. Eitt helsta markmið þeirra er að veita samfelldan stuðning í barneignarferlinu, sem hefur farið sífellt minnkandi í hinum vestræna heimi, síðan að fæðingar færðust frá heimilum til sjúkrahúsa. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort og þá hvernig dúlur tengjast félagsráðgjöf og hvort hægt sé að nota dúlur sem félagslegt úrræði. Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm konur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið með dúlu í barneignarferlinu og upplifun þeirra af þjónustunni skoðuð. Einnig var tekið viðtal við félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans, til þess að kanna viðhorf hennar til dúlna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagsráðgjafar eru í lykilstöðu til þess að auka vitneskju almennings á dúlum, að vísa barnshafandi konum sem þurfa á auknum stuðningi að halda á dúlur og að aðstoða þær konur sem ekki hafa tök á því að greiða fyrir þjónustuna. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar einnig í ljós að dúlur gætu verið gagnleg viðbót við úrræði líkt og „Stuðningurinn heim“, þar sem barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra er veittur samfelldur stuðningur, fyrir og eftir fæðingu barns. Erlendar rannsóknir benda til þess að barnshafandi konur í félagslegum erfiðleikum beri sérstakan hag af þjónustu dúlna. Þess vegna er mikilvægt að stuðningur við konur í barneignarferlinu verði rannsakaður nánar og að félagsráðgjafar beiti sér fyrir því að hægt sé að veita konum bestu þjónustu sem völ er á, á þessu merkilega tímabili í lífi þeirra. The profession of doulas has had little coverage in Iceland. They are women who assist other women before, during and after childbirth, and their main goal is to provide continuous support in the process of childbearing. This continuous support has decreased increasingly in the Western world ever since birth moved from homes to hospitals. The aim of this research is therefore to examine if, and how, doulas are connected to ...