Gæðastund : samþætting á skóla- og frístundastarfi í Snælandsskóla, Kópavogi

Gæðastund er þróunarverkefni í Snælandsskóla þar sem skóla- og frístundastarf er samþætt og skóladagur barna í 1. og 2. bekk brotinn upp tvisvar í viku með þeim hætti að börnin fá tækifæri til að taka þátt bæði í skipulögðum og frjálsum leik á skólatíma á vegum dægradvalar (frístundaheimili). Gæðast...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ulrike Schubert 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29211
Description
Summary:Gæðastund er þróunarverkefni í Snælandsskóla þar sem skóla- og frístundastarf er samþætt og skóladagur barna í 1. og 2. bekk brotinn upp tvisvar í viku með þeim hætti að börnin fá tækifæri til að taka þátt bæði í skipulögðum og frjálsum leik á skólatíma á vegum dægradvalar (frístundaheimili). Gæðastund er ein fyrsta starfendarannsóknin á Íslandi sem gefur innsýn í frístundastarf fyrir börn á yngsta stigi grunnskólans og samþættingu skóla- og frístundastarfs út frá sjónarhóli þátttakandans, þ.e. forstöðumanns dægradvalar sem er einnig rannsakandi. Markmið ritgerðarinnar er að lýsa Gæðastund, ígrunda framvindu hennar með það að markmiði að komast að því hvernig gekk að innleiða samþættingu skóla- og frístundastarfs í formi Gæðastundar í Snælandsskóla. Þar mun koma fram hvaða tækifæri til menntunar Gæðastund býður upp á, hvernig samstarfið hefur breyst síðan verkefnið varð til og hvaða áskoranir hafa komið upp. Verkefnið er starfendarannsókn þar sem rannsakandi er einnig þátttakandi í verkefninu og styðst við kenningar um félagsuppeldisfræði, óformlegt nám, frjálsan leik, gildi hópleikja og samvinnu milli ólíkra fagstétta. Gagnaöflun fólst meðal annars í því að rannsakandi hélt dagbók yfir tvö skólaár um starf sitt. Einnig tók rannsakandi viðtöl við skólastjóra, þrjá kennara og þrjá frístundaleiðbeinendur sem hafa unnið í Gæðastund og í dægradvöl. Niðurstöður leiða í ljós að Gæðastund býður upp á fjölda óformlegra og hálf-formlegra námstækifæra sem gefur börnum framkvæmdavald til þess að skapa sína eigin námsferla og læra af reynslunni. Gæðastund styrkir samband barna og frístundaleiðbeinenda. Börnin treysta frístundaleiðbeinendum betur síðan verkefnið varð til og þeir upplifa sig sem mikilvægan þátt í lífi barnanna. Á meðan kennarar horfa með gagnrýnum augum á lengingu skóladagsins, hefur samstarf milli þeirra og frístundaleiðbeinenda aukist og dýpkað, sérstaklega samstarf sem tengist einstaka börnum. Quality hour is a development project at Snælandsskóli where school and after school programs are integrated ...