Linguistically diverse children in Iceland : family language policy and Icelandic phonological awareness

This is a report of my final project written as a book chapter under review in an upcoming book, “Icelandic Studies on Diversity in Education” edited by Samúel Lefever and Hanna Ragnarsdóttir. Tungumálafjölbreytni hefur aukist í íslenskum skólum, nemendur eiga margir annað móðurmál en íslensku og no...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kriselle Lou Suson Jónsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29194
Description
Summary:This is a report of my final project written as a book chapter under review in an upcoming book, “Icelandic Studies on Diversity in Education” edited by Samúel Lefever and Hanna Ragnarsdóttir. Tungumálafjölbreytni hefur aukist í íslenskum skólum, nemendur eiga margir annað móðurmál en íslensku og nota önnur tungumál í mismunandi mæli með fjölskyldum sínum. Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um mikilvægi þess að tvítyngdir nemendur þrói færni sína í báðum/öllum tungumálum sínum (Ministry of Education, Science and Culture, 2014a). Rannsóknir á nemendum sem búa við fleiri en eitt tungumál beinast oft að lestrarhæfni þeirra og niðurstöður sýna að þessi nemendahópur á að meðaltali erfitt með að ná læsisviðmiðum (Ólafsdóttir & Sigurðsson, 2017; Ólafsdóttir, Birgisdóttir, Ragnarsdóttir, & Skúlason, 2016). Rannsóknir sýna að hljóðkerfisvitund tvítyngdra barna, jafnt sem eintyngdra, er ein af mikilvægustu undirstöðum læsis (Goswami & Bryant, 1990; Hammer, et al., 2014). Komið hefur einnig í ljós sterk fylgni á milli hljóðkerfisvitundar íslenskra nemenda og árangurs þeirra á samræmdum prófum grunnskóla (Einarsdóttir, Björnsdóttir, & Símonardóttir, 2016). Rannsóknir benda til að tvítyngd börn byggi upp næmi fyrir hljóðkerfum beggja (allra) tungumála sinna mjög snemma og að hljóðkerfisvitund flytjist auðveldlega á milli tungumála þeirra sem síðan hefur jákvæð áhrif á hljóðkerfisvitund þeirra (Hammer, et al., 2014; Parra, Hoff, & Core, 2011). Meginmarkmið rannsóknarinnar er þrískipt. Í fyrsta lagi er henni ætlað að lýsa tungumálastefnu fjölskyldna (e. FLP; family language policy) fimm ára barna á Íslandi sem búa við fleiri en eitt tungumál, hvernig tungumál eru valin, skipulögð og notuð innan fjölskyldna þeirra (King & Fogle, 2013). Í öðru lagi verður könnuð íslensk hljóðkerfisvitund (e. IPA; Icelandic phonological awareness) barnanna. Að lokum verður kannað hvort tengsl séu milli FLP og IPA. Megindlegar upplýsingar voru fengnar úr spurningakönnun um FLP sem lögð var fyrir foreldra fimm ára ...