Fjölbreytt námsmat í anda Bloom : tilfellarannsókn á leiðsagnarmati í stærðfræðikennslu

Námsmat er áberandi hugtak í öllu skólastarfi sem og í námi tengdu kennslu- og menntunarfræðum. Námsmat er fjölþætt hugtak og tekur til ólíkra leiða og aðferða. Námsmatsaðferðir eru ólíkar í eðli sínu, hafa ólíkan tilgang og áherslur en allar eru þær jafn mikilvægar við að meta kunnáttu, skilning, l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Ósk Óskarsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29177
Description
Summary:Námsmat er áberandi hugtak í öllu skólastarfi sem og í námi tengdu kennslu- og menntunarfræðum. Námsmat er fjölþætt hugtak og tekur til ólíkra leiða og aðferða. Námsmatsaðferðir eru ólíkar í eðli sínu, hafa ólíkan tilgang og áherslur en allar eru þær jafn mikilvægar við að meta kunnáttu, skilning, leikni, áhuga og viðhorf nemenda og því er engin ein aðferð betri en önnur. Í núgildandi aðalnámskrá er rík áhersla lögð á fjölbreyttar leiðir í námsmati og sér í lagi leiðsagnarmat. Staða íslenskra nemenda í stærðfræði er ekki góð ef marka má niðurstöður PISA rannsóknar frá árinu 2015 og hefur aldrei verið verri. Læsi nemenda í stærðfræði hefur hrakað stöðugt síðan mælingar hófust og er Ísland nú undir meðaltali OECD-ríkja. Gerð var eigindleg tilfellarannsókn sem fól í sér einstaklingsviðtal við stærðfræðikennara við framhaldsskóla í Lúxemborg og rýnihópaviðtöl við 12 nemendur hans. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mikilvægi leiðsagnarmats í stærðfræðinámi með því að skoða raunverulegt tilfelli af fjölbreyttu leiðsagnarmati og skoða um leið hvernig nýta megi flokkunarkerfi Bloom þegar meta skal árangur og þekkingu nemenda. Markmiðið var einnig að kanna upplifun og viðhorf nemenda til leiðsagnarmats í stærðfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að nemendum líkaði almennt vel við leiðsagnarmat og það hefur jákvæð áhrif á viðhorf og líðan þeirra. Niðurstöður sýna einnig fram á hvernig hægt er að stuðla að leiðsagnarmati í stærðfræðinámi með hliðsjón af flokkunarkerfi Bloom og geta gefið kennurum hugmyndir af ólíkum leiðum til meta framfarir og árangur nemenda stöðugt yfir námstímann. Assessment is a prominent term in schools as well as in educational studies and we can agree that assessment is important for teachers, students and their parents. Nevertheless, it is complicated to conduct a successful assessment as this is a multi-disciplinary concept and involves different ways and methods. The curriculum framework in Iceland emphasizes a wide range of methods in assessment and, in particular, ...