„Geym vel það ei glatast má“ : grenndarkennsla í Vopnafjarðarskóla

Búseta Íslendinga hefur breyst talsvert frá því að gamla bændasamfélagið leið undir lok. Í dag búa 63% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og mörg smærri samfélög eiga á brattann að sækja. Sífellt eykst þetta hlutfall höfuðborgarbúa á meðan landsbyggðin smækkar og fólki fækkar. Grunnskólar um land allt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Örn Björnsson 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29160
Description
Summary:Búseta Íslendinga hefur breyst talsvert frá því að gamla bændasamfélagið leið undir lok. Í dag búa 63% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og mörg smærri samfélög eiga á brattann að sækja. Sífellt eykst þetta hlutfall höfuðborgarbúa á meðan landsbyggðin smækkar og fólki fækkar. Grunnskólar um land allt finna mikið fyrir þessu vegna þess hve mikið börnum hefur fækkað. Í þessum samfélögum þurfa íbúarnir oftast að bíta í það súra epli að þegar börnin fara að heiman til að sækja sér framhaldsnám eða atvinnu, þá eru litlar líkur á því að þau snúi aftur heim. Kenningar um grenndarkennslu hafa reynt að vekja athygli á mikilvægi þess að leggja áherslu á grenndina og nærumhverfi skólanna þegar kemur að kennsluaðferðum og vali á viðfangsefnum. Hugmyndir hafa lengi verið á lofti um að slíkar kennsluaðferðir geti styrkt sjálfsvitund einstaklinga og styrkt tengingu nemenda við heimabyggð sína, sem geti svo leitt til þess að meiri ábyrgðartilfinning skapist gagnvart velferð hennar. Þetta verkefni snýst um að útskýra grenndarkennslu og svo nýta hana í þágu samfélagsins. Tekið er dæmi um verkefni sem hægt væri að gera með unglingastigi Vopnafjarðarskóla, en Vopnafjörður er dæmi um byggðarlag sem hefur þurft að þola fólksfækkun og hækkandi meðalaldur á seinustu áratugum. Einnig er komið inn á sögulega þætti þar sem byggðarsaga Vopnafjarðar er rakin ásamt skólasögunni. Verkefnin sem sýnd eru sem dæmis eru þrjú talsins og eiga að sýna það hvernig skólar geti tekið þátt í því að auka samvitund nemenda sinna. Industrialization had a great impact on the Icelandic society and the structure of residency in Iceland. This change in industry and other employment opportunities led to a migration of people, moving from the farmers society into the towns. This migration has never stopped and is now a great threat to many small towns and communities in the rural areas of Iceland. The fact is that 63% of the population lives in the capital and surrounding areas. The object of this essay is to explain how important elementary schools can be, in ...