Áhrifaþættir í uppbyggingu á ferðaþjónustu á Siglufirði

Mikið hefur verið rætt um það hve atvinnuskapandi ferðaþjónustan sé og hver áhrif fjölgun ferðamanna til landsins hafa verið. Með dreifingu ferðamanna um landið og eflingu ferðaþjónustunnar býður það bæjarfélögum upp á ný tækifæri. Atvinnusköpun hefur gjarnan í för með sér íbúaþróun og bætt lífsgæði...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ríkey Gunnarsdóttir 1991-, Karitas Heimisdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29154
Description
Summary:Mikið hefur verið rætt um það hve atvinnuskapandi ferðaþjónustan sé og hver áhrif fjölgun ferðamanna til landsins hafa verið. Með dreifingu ferðamanna um landið og eflingu ferðaþjónustunnar býður það bæjarfélögum upp á ný tækifæri. Atvinnusköpun hefur gjarnan í för með sér íbúaþróun og bætt lífsgæði fyrir íbúa þess svæðis. Markmiðið með rannsókn þessari er að komast að því hvernig hægt er að byggja upp ferðaþjónustu í bæjarfélögum úti á landi. Rannsóknarspurning okkar hljóðar því svo; hvaða þættir hafa skipt meginmáli í uppbyggingu á ferðaþjónustu á Siglufirði? Framkvæmd var eigindleg rannsókn og rætt var forsvarsmenn fjörurra fyrirtækja á Siglufirði sem tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þá þætti sem skipt hafa máli fyrir ferðaþjónustu á Siglufirði að sögn viðmælenda okkar og hvernig þessir þættir vinna saman að uppbyggingu á ferðaþjónustunni. Niðurstöður úr rannsókninni leiddu í ljós að viðmælendur fjölluðu allir um nokkra lykilþætti sem fyrir þeim skiptu meginmáli við uppbyggingu á ferðaþjónustu á Siglufirði. Þessi lykilatriði voru samgöngur og þróun ferðaþjónustu á Siglufirði, nýsköpun, íbúa- og atvinnuþróun, samvinna, tengslanet og félagsauður og að lokum þróun og framtíðarsýn. It has been commonly talked about how the tourism industry has created jobs and what the influence of increased tourism to Iceland has been. Spreading tourism around the country and strengthening the tourism industry in smaller communities offers many opportunities. Along with job creation there can be increased population growth and improved quality of life in that specific area. The goal of this research was to find out how to develop the tourism industry in rural towns. Our research question is; What has been the main influencing factors in developing tourism in Siglufjörður? The research method was qualitative and interviews were conducted with spokespersons from four companies that have relations to tourism. The purpose of the research was to bring to attention the ...