Reykjanes : möguleikar í ferðaþjónustu

Stærsti hluti ferðamanna sem kemur til landsins fer í gegnum Reykjanesið en flestir þeirra staldra þar stutt við. Með auknum ferðamannastraumi til landsins hafa bæjarfélög á svæðinu verið að opna augun fyrir ferðaþjónustu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu ferðaþjónustunnar á Reykjanesi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pálmi Ketilsson 1986-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29119
Description
Summary:Stærsti hluti ferðamanna sem kemur til landsins fer í gegnum Reykjanesið en flestir þeirra staldra þar stutt við. Með auknum ferðamannastraumi til landsins hafa bæjarfélög á svæðinu verið að opna augun fyrir ferðaþjónustu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og sjá hvort ekki væri möguleiki á að auka hana. Stuðst var við eigindlega rannsókn í formi hálfopinna viðtala til að fá svar við spurningunni. Töluleg greining var gerð út frá tölulegum gögnum frá stofnunum á borð við Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að möguleiki er til staðar á að auka ferðaþjónustu á Reykjanesi. Möguleikarnir eru að fjárfesta í gistingu, afþreyingu og þjónustu víðs vegar um svæðið. Svæðið í nálægð við Reykjanesvita, þar sem verið er að reisa þjónustumiðstöð, er vænlegt svæði fyrir frekari uppbyggingu. Byggja upp bæjarfélögin á svæðinu með það fyrir augum að þau séu ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn að heimsækja og dvelja í. Horfa til þeirra bæjarfélaga sem uppbygging hefur gengið vel eins og Siglufjörð, Stykkishólm, Hofsós og Akureyri svo einhverjir bæir séu nefndir. Uppbyggingin væri menningartengd og myndi saga og menning bæjanna vera dregin fram. Sem dæmi gæti uppbygging í Grindavík og Sandgerði verið í anda Siglufjarðar í Fjallabyggð. Reykjanesbær hefur upp á að bjóða gamlan bæjarreit sem hægt væri að byggja upp líkt og Stykkishólmur og Hofsós hafa gert í uppbyggingu á sínum gömlu bæjarreitum. Að auki mætti gera meira út á afþreyingar eins og sjósund, hvalaskoðun, brimbretti, fjórhjóla- og hestaferðir.