Má þetta? : Hlutdeild nemenda í einstaklingsmiðuðu námi í grunnskólum

Ritgerð þessi til 20 eininga M.Art.Ed gráðu í Listkennslu við Listaháskóla Íslands er að hluta til byggð sem rannsóknarverkefni í þeim tilgangi að kynnast nánar framvindu nemendamiðaðs náms í grunnskólum á Íslandi. Hér verður hugað að sögu, þróun og framtíðarsýn slíkra aðferða og kenninga í námi alm...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Diðrik Jón Kristófersson 1974-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29107
Description
Summary:Ritgerð þessi til 20 eininga M.Art.Ed gráðu í Listkennslu við Listaháskóla Íslands er að hluta til byggð sem rannsóknarverkefni í þeim tilgangi að kynnast nánar framvindu nemendamiðaðs náms í grunnskólum á Íslandi. Hér verður hugað að sögu, þróun og framtíðarsýn slíkra aðferða og kenninga í námi almennt; þá til samanburðar við ríkjandi kennsluhætti eins og þeir þekkjast víðast hvar hérlendis. Haldið var á slóðir Garðaskóla í Garðabæ þar sem nemendamiðaðar aðferðir voru prófaðar í stafrænni myndmenntakennslu níunda bekks á sjö vikna skeiði vorannar, 2017. Einnig var haldið utan um niðurstöður slíkra kennsluaðferða við störf höfundar sem grunnskólakennara við Reykjavík International School í Grafarvogi, Reykjavík, ásamt svipuðum tilraunum við ýmisskonar kennsluverkefni í Meistaranámi hans við Listaháskóla Íslands á árunum 2015/2016. Viðtöl við reynda sérfræðinga voru jafnframt tekin á tímabilinu 2015/2017 og færð í samhengi við margvíslegar heimildir ásamt niðurstöðum úr starfendarannsókn höfundar við ofangreindar rannsóknir og störf. Tilgangurinn var að mynda frekari hugmyndir um áhrif nemendamiðaðra kennsluaðferða á námsframvindu og líðan nemenda í grunnskólum, en – jafnframt því – komast að niðurstöðu um hvort velferð nemandans sé í raun borgið með nemendamiðuðu námi og þeim breytingum sem innleiðing slíkra aðferða hefur í för með sér. This thesis, worth 20 ECTS and made to completion of a M.Art.Ed diploma at the Icelandic Academy of the Arts, is built partially as a research project with the purpose of studying the development of student-centred learning in national primary schools. History, development and future prospects of applicable methods and theories in education will be emphasized, for the sake of comparison to common pedagogical approaches in Iceland. A venture to Garðaskóli school in the town of Garðabær saw the testing of student-centred methods in eigth grade Digital Art-class for the duration of seven weeks in the spring semester of 2017. Additional results were acquired during the author’s ...