Mótun gæðakerfis fyrir gistingu á Suður-Grænlandi. Væntingar og viðhorf.

Fjöldi í komum ferðamanna um heim allan fer vaxandi með hverju ári og nýir áfangastaðir líta dagsins ljós. Þeim stöðum fer fækkandi þar sem ferðaþjónusta nær ekki að teygja anga sína til. Áfangastaðir eru margvíslegir eftir eðli sínu og laða því til sín mismunandi ferðamenn. Þegar ferðamenn kaupa þj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna María Þorbjarnardóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29101
Description
Summary:Fjöldi í komum ferðamanna um heim allan fer vaxandi með hverju ári og nýir áfangastaðir líta dagsins ljós. Þeim stöðum fer fækkandi þar sem ferðaþjónusta nær ekki að teygja anga sína til. Áfangastaðir eru margvíslegir eftir eðli sínu og laða því til sín mismunandi ferðamenn. Þegar ferðamenn kaupa þjónustu og vöru gera þeir ákveðnar væntingar og kröfu til gæða. Árið 2016 tóku ferðaþjónustubændur á Suður-Grænlandi þátt í samstarfi við ferðaskrifstofuna Hey Iceland, Visit Greenland og Destination South Greenland. Hey Iceland miðlaði reynslu og þekkingu sinni á viðmiðum fyrir gæðakerfi gistingar. Markmið með þessari rannsókn er að kanna hverjar séu væntingar þeirra sem komu að upphafi verkefnisins og hvort það hafi orðið þar áherslubreytingar. Einnig var kannað hvaða ávinningur vannst með verkefninu og hugsanlegar hindranir ásamt viðhorfum til gæðakerfa. Niðurstöður byggja á greiningu á hálfstöðluðum viðtölum sem voru tekin haustið 2017 við fjóra þátttakendur sem komu að framkvæmd verkefnisins. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að væntingarnar séu fyrst og fremst að ferðaþjónustubændurnir skilji mikilvægi samstarfs þeirra á milli. Lykilorð: Ferðaþjónusta, Suður-Grænland, ferðaþjónustubændur, dreifbýli, gæði. Each year the number of tourist increases all over the world and new destinations are revealed. Places where tourism doesn´t reach are getting fewer and fewer. Destinations have different qualities and therefore attract different kind of tourist. Tourist have certain expectations to the quality of the product they are purchasing. In 2016 farmers in tourism in the south of Greenland took part in a cooperation project with the travel agency Hey Iceland, Visit Greenland and Destination South Greenland. Hey Iceland, sheared their experience and knowledge on standards in quality system for accommodation. The goal of this research is to explore what the expectations are of those that took part in starting this cooperation and if there have been any changes in the focus of the project. Also, what benefits ...