„Ingólfur Arnarson borðaði hreint skyr." Gönguferðir með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur

Í ferðaþjónustu hafa gönguferðir með leiðsögn verið stór hluti af ferðamennsku og hafa verið vaxandi hluti af upplifun ferðamanna í borgarumhverfinu. Þar gegnir fararstjóri stóru hlutverki í að ferðin heppnist og að ferðamaðurinn verði ánægður. Rými staðar er mismunandi eftir því hvernig fólk skilgr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Haraldsdóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29092
Description
Summary:Í ferðaþjónustu hafa gönguferðir með leiðsögn verið stór hluti af ferðamennsku og hafa verið vaxandi hluti af upplifun ferðamanna í borgarumhverfinu. Þar gegnir fararstjóri stóru hlutverki í að ferðin heppnist og að ferðamaðurinn verði ánægður. Rými staðar er mismunandi eftir því hvernig fólk skilgreinir það, sem hefur svo áhrif á það hvernig við notum umhverfið og upplifum það. Við leitumst við að skoða þau rými sem sjást með berum augum en svo er líka hægt að kafa undir yfirborðið staðarins og fara um andlegt rými hans. Það leiðir síðan til þess að skoða hvernig ferðamaðurinn að lokum iðkar áfangastaðinn með fararstjóranum. Þegar ferðamaður er á hreyfingu í gönguferð með fararstjóra kemst hann í kynni við mismunandi breytilega staði. Þá er mikilvægt að ferðamaðurinn gerir sér grein fyrir því hvernig rýmið sé notað og upplifað. Fararstjórinn hjálpar til með því að fara um mismunandi rými staða og benda ferðamanninum á hið smáa í nærumhverfinu. Þannig er best að ferðamennirnir sé stöðugt í tengslum við stað og stund með fararstjóranum, til að fá sem mest út úr ferðinni, og taka þátt í að skapa ferðina og áfangastaðinn. Hér verður skoðað hvernig mismunandi rými eru notuð, í gegnum mismunandi iðkun og hreyfingu ferðamanna í gönguferð með leiðsögn í Reykjavíkurborg. Í gönguferðinni eru ólík rými tengd, sem að fanga athygli göngumannsins, bílaumferð, lykt, byggingar, fólk og náttúrna hverju sinni. Við þessar tengingar, sem eru ólíkar, og við myndum í göngunni, leitumst við að skilja og setja hlutina í samhengi og fá nýja sýn á áfangastaðinn. Fararstjórinn hjálpar til með frásögninni, „að sjá” inn í andrými fortíðar. Í þessari rannsókn var litið til sérstakrar aðferðar í vettvangsrannsóknum sem höfðar til raunsæis á vettvangi (e. real world research), þátttökurannsókn. Niðurstaða er að gönguferð með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur er þannig tilvalin aðferð til að varðveita og segja sögu borgarinnar. Ekki leikur neinn vafi á því margir möguleikar liggja í því að hægt er að vekja upp söguna og gera hana lifandi með ...