Jafnlaunavottun VR: Vinnan að vottuninni og ávinningurinn sem hlýst

Þessi rannsókn fjallar um jafnlaunavottun VR en í þeirri vottun var farið eftir ÍST 85:2012 staðlinum sem er sami staðall og verður farið eftir þegar framfylgja á lögum sem snúa að jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnanna (lög. 56/2017). Rannsóknin var eigindleg og tekin voru viðtöl við ákveðna lykil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rósa Björk Bergþórsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29062
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um jafnlaunavottun VR en í þeirri vottun var farið eftir ÍST 85:2012 staðlinum sem er sami staðall og verður farið eftir þegar framfylgja á lögum sem snúa að jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnanna (lög. 56/2017). Rannsóknin var eigindleg og tekin voru viðtöl við ákveðna lykil starfsmenn sem báru ábyrð á innleiðingu vottunarinnar hjá sínu fyrirtæki. Ákveðið var að taka viðtöl við þá aðila sem báru ábyrð á vinnunni að jafnlaunavottun VR hjá þeim fyrirtækjum sem fengu fyrst jafnlaunavottun VR og hjá þeim fyrirtækjum sem hlutu síðast jafnlaunavottun VR. Markmið rannsóknarinnar var að læra af reynslu viðmælandanna þegar kom að innleiðingu á jafnlaunavottunninnu, kannað var sérstaklega viðbrögð starfsmanna og hvernig vandamál sem komu upp voru leyst. Einnig var markmiðið að skoða hvort ávinningur skapaðist fyrir fyrirtæki með jafnlaunavottun VR og kortleggja þann ávinning. Ávinningur annar en lausn á kynbundnum launamun var áberandi en jafnlaunavottunin og staðalinn ÍST85:2012 voru gerð til að sporna gegn kynbundnum launamun og því þótti rannsakanda spennandi að athuga hvort annar ávinningur skapaðist af vottuninni. Niðurstöðurnar gefa til kynna að margvíslegur ávinningur er af því að hljóta jafnlaunavottun. Helstu niðurstöður eru þær að traust starfsmanna til fyrirtækisins og stjórnenda eykst eftir að vottun hefur fengist. Það kom einnig fram að starfsánægja eykst og starfsfólk fann fyrir stolti í garð fyrirtækisins eftir að vottunin fékkst. Það kom einnig í ljós að starfagreining hafi jákvæð áhrif starf á mannauðs- eða starfsmanna stjóra og skipulag yfir bónusa og hlunnindum hafði fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir ákveðin fyrirtæki og breytti miklu þegar kom að yfirsýn fyrirtækja. Talið er að Jafnlaunavottunin hafi hugsanlega haft jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækjanna. Viðhorf viðskiptavina gagnvart vottuninni var gott. Helstu ályktanir eru þær að jafnlaunavottun geti haft jákvæð áhrif fyrir fyrirtæki. Ávinnigur jafnlaunavottunnar er margskonar og vottunin kemur í veg fyrir hverskonar ...