Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar: Sameining skóla, leikskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva

Í þessari rannsókn er skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar skoðað, en það var stofnað árið 2011 eftir sameiningu tveggja sviða borgarinnar, menntasviðs og leikskólasviðs, ásamt verkefnum sem heyrðu undir skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði. Um eigindlega rannsókn er að ræða, þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Ó. Halldórsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29047
Description
Summary:Í þessari rannsókn er skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar skoðað, en það var stofnað árið 2011 eftir sameiningu tveggja sviða borgarinnar, menntasviðs og leikskólasviðs, ásamt verkefnum sem heyrðu undir skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði. Um eigindlega rannsókn er að ræða, þar sem könnuð voru viðhorf og upplifun stjórnenda til þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað um og eftir stofnun sviðsins, þegar fjölmargar starfseiningar innan grunnskóla, leikskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva voru sameinaðar. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um framkvæmd róttækra breytinga hjá opinberri stofnun til þess að varpa ljósi á það hvort þær hafi náð að festast í sessi um sex árum eftir að þær áttu sér stað. Helstu niðurstöður eru þær að ekki hafi verið nægjanlega vel staðið að framkvæmd breytinganna. Stjórnvöld sem fóru fyrir sameiningunni náðu ekki að sannfæra hagaðila um nauðsyn breytinganna. Uppsagnir fagfólks höfðu mikil áhrif á stjórnendur, ekki bara þá sem misstu vinnuna heldur líka þá sem héldu starfinu. Stuðningur var frá yfirstjórn sviðsins en lítill aðgangur var að sérfræðingum í breytingastjórnun. Ávinningur af sameiningunni hefur ekki verið sýnilegur og margir upplifa það að fórnirnar hafi ekki verið þess virði þar sem mikil þekking hafi tapast og fagfólki hafi fækkað. Sameinaðir starfsstaðir fengu ekkert fjármagn til þess að þróa nýja stefnu, efla starfsandann og sameina starfseiningar. Nauðsynlegar aðgerðir hafa verið vanræktar, eins og að samþætta kerfi og koma tæknimálum í lag. Samstarf hefur aukist aðeins eftir sameininguna en samskipti milli þessara málaflokka eru ekki meiri í dag heldur en fyrir sameiningu og lítil samnýting er á mannauði. Niðurstöður gefa vísbendingu um að fyrirtækjamenning á skóla- og frístundasviði sé veik vegna tíðra breytinga og umskipta stjórnmálamanna og stjórnenda. Á þeim starfsstöðum sem fóru í gegnum sameiningu hefur fyrirtækjamenningin breyst og samskipti og samvinna innan þeirra hefur í flestum tilfellum aukist. Upplifun stjórnenda er sú ...