„Þú hefur tækifæri til þess að setja þitt mark á það sem er að gerast í félagslífinu"

Ritgerð þessi er lokaverkefni til M.S gráðu við Háskóla Íslands sumarið 2017. „Þú hefur tækifæri til að setja þitt mark á það sem er að gerast í félagslífinu” er heiti verkefnisins. Helsta viðfangsefni ritgerðinnar er hópa- og klúbbastarf í fyrirtækjum. Markmiðið er að skoða hvernig starfsemin er up...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sædís Kjærbech Finnbogadóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29021
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til M.S gráðu við Háskóla Íslands sumarið 2017. „Þú hefur tækifæri til að setja þitt mark á það sem er að gerast í félagslífinu” er heiti verkefnisins. Helsta viðfangsefni ritgerðinnar er hópa- og klúbbastarf í fyrirtækjum. Markmiðið er að skoða hvernig starfsemin er uppbyggð og hvaða áhrif hún hefur á fyrirtæki. Unnið er með fræðilegar heimildir varðandi markmið mannauðsstjórnunar, starfsánægju í fyrirtækjum, fyrirtækjatryggð og fleiri hugtök sem komu fram í niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin var framkvæmd meðal átta fyrirtækja á Íslandi með tilgangsúrtaki. Í hverju fyrirtæki var tekið viðtal við annaðhvort mannauðsstjóra fyrirtækisins eða formenn starfsmannafélagsins. Leitast var eftir svörum varðandi tilgang, áhrif, kosti og galla ásamt framtíðarsýn starfseminnar. Niðurstöður leiddu í ljós að starfsemin er markviss stefna fyrirtækja til að auka starfsánægju í fyrirtækjum og byggir á áhugamálum starfsmanna sem fær starfsfólk þvert á svið og deildir til að hittast og mynda tengsl. Þar af leiðandi kynnist samstarfsfólk betur og getur það aukið skilvirkni teymisvinnu, liðsheild og starfsanda í fyrirtækinu. This thesis is a final assignment for the M.Sc. degree at the University of Iceland in the summer of 2017. „You have the opportunity to put your mark on what is happening in the social life" is the name of the project. The main subject of the thesis is group- and club activities in companies. The objective is to examine how the group- and club activities is structured and what impact it has on the company. Working with academic evidence regarding human resource management goals, job satisfaction, organizational commitment and more concepts identified in the results of the study. The study was conducted among eight companies in Iceland with a suitable sample. Each company was interviewed by the company's human resources manager and the head of the employee association. Responses were sought regarding purpose, impact, pros and cons, as well as futurevision regarding group- and ...