„Hvaða augum lít ég sjálfa mig?“: áhrif langvarandi þátttöku ungra kvenna í kórstarfi á mótun listrænnar sjálfsmyndar, merkingarbær reynsla þeirra og væntingar til frama á sviði söngsins

Í þessari rannsókn er skoðuð langvarandi þátttaka ungra kvenna í kórstarfi Aurora og áhrif þess á mótun sjálfsmyndar, mótun listræns sjálfs, mótun sjálfsmyndar listamanns og væntingar til frama á sviði söngs og tónlistariðkunar. Verndandi þættir ástundunar eru einnig skoðaðir. Kórinn Aurora er kirkj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Kristín Jónsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28888
Description
Summary:Í þessari rannsókn er skoðuð langvarandi þátttaka ungra kvenna í kórstarfi Aurora og áhrif þess á mótun sjálfsmyndar, mótun listræns sjálfs, mótun sjálfsmyndar listamanns og væntingar til frama á sviði söngs og tónlistariðkunar. Verndandi þættir ástundunar eru einnig skoðaðir. Kórinn Aurora er kirkjudeild Stúlknakórs Reykjavíkur og á aðsetur sitt í sönghúsi Domus Vox undir listrænni stjórn Margrétar Jóhönnu Pálmadóttur. Gögn rannsóknar byggja á viðtölum við stjórnendur sönghússins, tvo kórstjóra, átta meðlimi kórsins og niðurstöðum matskvarða sem 20 kórmeðlimir svöruðu. Niðurstöður sýna að mikill meirihluti kórmeðlima telur að kórstarfið hafi mótað sjálfsmynd þeirra og mótað með þeim listræna sjálfsmynd sem endurspeglast í upplifun á að söngur er stór hluti sjálfsins. Færri hafa mótað sjálfsmynd listamanns, um helmingur kórmeðlima hafa framavæntingar á sviði söngs og tónlistar og tengist það menntunarstigi í söng. Verndandi þættir ástundunar felast meðal annars í umgjörð kórstarfsins af hálfu stjórnenda, jákvæðum gildum þess, áhuga stúlknanna, söngnámi og framgangi þeirra. Niðurstöður matskvarða sýna að aldurshópur 18-19 ára stúlkna sker sig úr en þær meta síður mikilvægi félagslegs samþykkis, þætti sem styðja við áhugahvöt, áhrif kórstarfs á persónustyrk og upplifa minni ánægju af kórstarfinu en þær sem eldri eru. Samræmi er í svörum aldursflokka við mat á eigin hæfni og ábyrgð gagnvart kórstarfinu. Stúlkur 20 ára og eldri telja að kórstarf hafi stuðlað að auknum persónustyrk og taka afgerandi afstöðu til þess að kórstarfið sé gefandi, veiti þeim gleði og hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra. The subject of this study is young women´s long-term participation in the choir Aurora and the influence of this participation on the development of self-image, the artistic self, artist identification and future expectations of success as singers and musicians. The focus is furthermore on the factors that support prolonged participation and commitment. The choir Aurora is an advanced part of the Reykjavík Girls´ Choir that ...