Skipulagning Paralympic dagsins á Íslandi : nýliðun fatlað fólks í íþróttum

Á síðustu áratugum hefur tíðni lífstílssjúkdóma aukist og hreyfir almenningur sig að jafnaði orðið minna. Offita og kyrrseta eru vaxandi heilsufarsvandamál sem bæði fatlaðir og ófatlaðir einstaklingar kljást við. Íþróttir fatlaðs fólks hafa farið ört vaxandi frá því þær komu fram á sjónarsviðið, und...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28879
Description
Summary:Á síðustu áratugum hefur tíðni lífstílssjúkdóma aukist og hreyfir almenningur sig að jafnaði orðið minna. Offita og kyrrseta eru vaxandi heilsufarsvandamál sem bæði fatlaðir og ófatlaðir einstaklingar kljást við. Íþróttir fatlaðs fólks hafa farið ört vaxandi frá því þær komu fram á sjónarsviðið, undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Rannsóknir benda til þess að fatlaðir einstaklingar séu almennt í meiri ofþyngd og stundi lengri kyrrsetu samanborið við ófatlaða einstaklinga. Hreyfing getur því talist mikilvægari til að stuðla að hraustari líkama og sál, sporna gegn lífstílssjúkdómum, sjúkrahúsferðum og hnignun líkamans. Handbókin á að stuðla að aukinni hreyfingu fatlaðra barna og þar með meiri velferð fatlaðra í landinu. Paralympic hátíðin er verkfæri til þess að ná til einstaklinga sem hafa getu og áhuga á að stunda meiri hreyfingu en þau gera í dag. Tilgangurinn er að opna augu fatlaðs fólks fyrir öllum þeim möguleikum sem þeim standa til boða í íþróttum. Handbókin inniheldur upplýsingar um aðferðir við að ná til fatlaðs fólks í kyrrsetu auk skipulagningar og utanumhalds Paralympic dagsins og kynninga fyrir grunnskólana á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra og möguleika allra til hreyfingar. In recent decades the rate of lifestyle diseases has increased and physical activity of the general public decreased. Obesity and sedentary behaviors are a growing health concern which both disabled and nondisabled people deal with. Disabled sports have also been growing rapidly since the end of world war II. Studies indicate that disabled persons are generally more obese than non-disabled and the activity of disabled people is consequently important. Physical activity encourages a healthier body and mind, counteracts to lifestyle diseases, hospital trips and the decline of the body. This handbook should contribute to a more active lifestyle of disabled children and therefore better wellbeing of disabled people. The Paralympic festival is a tool to get to those persons wich are able and interested, to be more active than ...