Summary: | Í ritgerðinni er rakið upphaf og markmið heimspekilegrar ráðgjafar, auk helstu kenninga innan hennar. Kynntir eru helstu frumkvöðlar og kenningasmiðir greinarinnar og leitast við að varpa ljósi á þá breidd sem er innan heimspekilegrar ráðgjafar og fjallað um þær heimspekikenningar sem eru heppilegur efniviður í slíka ráðgjöf. Kjarni ráðgjafarinnar er heimspekileg samræða og greining á þeim viðfangsefnum sem gestur leitar til ráðgjafa með. Í síðari hluta ritgerðarinnar er rakin rannsókn á heimspekilegri ráðgjöf sem gerð var með föngum á Sogni í apríl og maí 2017. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er; hvernig reynist heimspekileg ráðgjöf í framkvæmd og hvernig gagnast hún gesti í heimspekilegum samræðum við ráðgjafa? Niðurstaða mín er sú að gagnsemi af heimspekilegri samtalsmeðferð sé umtalsverð, þó erfitt reynist að mæla hana nákvæmlega. Það gagn sem mér þótti gestir mínir upplifa og þeir lýstu fyrir mér, var að ræða opið um stöðu lífs þeirra á þessari stundu, hvert þeir vildu stefna, hvað hefði leitt til ógæfu og áfalla og hvernig mögulegt væri að vinna sig út úr því með því að breyta viðhorfum sínum og hugsunum. Í lokin er fjallað um möguleika heimspekilegrar ráðgjafar til framtíðar. On behalf of philosophy. Philosophical counseling – theory and practice. This thesis analyzes the aim of philosophical counseling and the main theories within it, as well as introducing its main entrepreneurs and doctrines. The thesis aims to shed light on the breadth within philosophical counseling and the philosophical theories that are suitable material for such counseling. The core of it is philosophical conversation and analysis on the matters that a guest seeks a counselor for. In the second half this thesis outlines an experiment on philosophical counseling that I carried out with convicts in an open prison in Sogn in Ölfus, south Iceland in May and June 2017. The thesis research question is; how is philosophical counseling in practise and how is it useful to guests in counseling? My conclusion is that its usefulness is ...
|