Böl eða blessun : viðhorf og umfang snjallsímanotkunar kvenna í kringum fertugt

Stærstur hluti fólks á Vesturlöndum á og notar snjallsíma. Rannsóknir á því hvernig fólk nýtir þessa tækni hafa hins vegar að einhverju leyti takmarkast við að skoða börn og ungt fólk. Börn og unglingar eru gjarnan talin hvað spenntust fyrir slíkum tækninýjungum og aðlagast þeim best og því er vinsæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Kristín Kristjánsdóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28683
Description
Summary:Stærstur hluti fólks á Vesturlöndum á og notar snjallsíma. Rannsóknir á því hvernig fólk nýtir þessa tækni hafa hins vegar að einhverju leyti takmarkast við að skoða börn og ungt fólk. Börn og unglingar eru gjarnan talin hvað spenntust fyrir slíkum tækninýjungum og aðlagast þeim best og því er vinsælt að rannsaka þau áhrif sem slík tækni hefur á þau. En fullorðna fólkið hefur ekki síður tekið þessa tækni í sína þjónustu og full þörf er á að skoða líka hvernig þessi hópur notar tæknina. Sá hópur sem mögulega hefur hvað mestar áhyggjur af börnunum eru mæðurnar og því má spyrja hvernig þessi sami hópur notar snjallsímann sinn? Hvert er umfang notkunarinnar og hvaða viðhorf hefur þessi hópur fólks til tækisins í raun og veru? Unnin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við sex konur á aldrinum 39 - 45 ára og þær spurðar um þessa þætti. Konurnar eiga það allar sameiginlegt, að eiga og nota snjallsíma, vera mæður og starfa í grunnskóla. Það kom á daginn að notkun þeirra er umtalsverð, þær eru almennt opnar fyrir tækninni en finnst þær samt sjálfar helst klaufalegar þegar kemur að því að nýta hana. Fæstar vilja hins vegar snúa til baka en þó ber á hræðslu og neikvæðum viðhorfum inn á milli. Þær vilja setja bæði börnum og fullorðnum reglur en á sama tíma nýta snjallsímanna til gagns. Þær sjá snjallsímanotkun sína einnig í ljósi hlutverks síns sem uppalendur og eru meðvitaðar um að svo gera börnin sem fyrir þeim er haft og það eru jú, þeir fullorðnu sem kaupa gjarnan tækin og veita aðganginn. Þeirra eigin notkun markast helst af samskiptum, skipulagi, vinnu og svo auðvitað afþreyingu inn á milli. Þær nota símana helst þegar þær þurfa af einhverjum ástæðum að bíða eftir einhverju, heima í stofu eða utan heimilis þegar ekki eru önnur nettengd tæki til staðar. Þeim finnst tæknin í stuttu máli vera þægileg en tímafrek. The smartphone is the technology that most people are using. In the Western part of the world a big portion of people own such a device and use it. Children and teenagers are often ...