„Engin lausn er nógu góð ef hún virkar ekki frábærlega fyrir alla“ : leikskóli án aðgreiningar og hugmyndafræði Hjallastefnunnar

Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að skoða framkvæmd hugmyndafræðilegrar nálgunar þátttöku (e. inclusion) í ljósi áherslna Aðalnámskrá leikskóla um skóla án aðgreiningar. Mikið hefur verið skrifað um nemendur með sérþarfir í skólum og hvernig best sé að koma til móts við þarfir þeirra. Farið verð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Gyða Matthíasdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28593
Description
Summary:Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að skoða framkvæmd hugmyndafræðilegrar nálgunar þátttöku (e. inclusion) í ljósi áherslna Aðalnámskrá leikskóla um skóla án aðgreiningar. Mikið hefur verið skrifað um nemendur með sérþarfir í skólum og hvernig best sé að koma til móts við þarfir þeirra. Farið verður sérstaklega yfir þróun þessara málefna og hvernig framkvæmd sérkennslu er háttað í leikskólum Hjallastefnunnar. Tilgangur verkefnisins er að gefa þeim sem það les frekari skilning og innsýn inn í hvað liggur að baki þátttöku fatlaðra nemenda og nemenda með sérþarfir í almennu skólakerfi. Einnig er því ætlað að ýta undir samræður um þá nálgun sem beitt er hverju sinni þegar kemur að fjölbreytileika einstaklingsins. Áætla má að hver og einn starfsmaður í leikskóla muni sinna nemendum með sérþarfir oft á sínum ferli og því vert að hafa þekkingu á þeim réttindum sem sá nemandi hefur. Gagnaöflun sem beitt var í þessari rannsókn var blönduð aðferð (e. mixed methods). Sú aðferð byggir á samnýtingu eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða. Eigindlegi hlutinn samanstóð af opnum viðtölum (djúpviðtölum) við leikskólastjórnendur sem starfa í Hjallastefnunni ásamt sálfræðingi. Megindlegi hluti rannsóknarinnar var í formi spurningalistakönnunar sem allir sérkennslustjórar leikskóla Hjallastefnunnar svöruðu. Í rannsókninni kom í ljós að hugmyndir um þátttöku geta verið misjafnar og ljóst að ekki fer alltaf saman þróun orðanotkunar og framkvæmdar inni í leikskólunum. Félagslegi skilningurinn á fötlun er í fyrirrúmi í niðurstöðum rannsóknarinnar og ljóst að innan Hjallastefnunnar er einstaklingsmiðað nám ávallt haft að leiðarljósi. The objective of this study is to is to examine the implementation of inclusion in early childhood education, with an emphasis on the National Curriculum for preschools in Iceland. Much has been written about students with special educational needs and how those needs are best accommodated. Specific attention will be given to the development of these issues and the way in which special education ...