"Ísland er svo lítið land, það eru allir orðnir hundleiðir á Erró og Kjarval" : viðhorf íslenskra háskólanema til listasafna

Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhuga og reynslu háskólanema af listasöfnum, hversu virkan þátt þeir taki í lista- og menningarlífi, einkum í tilfelli listasafna. Rannsakað var hvaða þættir valda því eða ha...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna María Bjarnadóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28418
Description
Summary:Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhuga og reynslu háskólanema af listasöfnum, hversu virkan þátt þeir taki í lista- og menningarlífi, einkum í tilfelli listasafna. Rannsakað var hvaða þættir valda því eða hamla að háskólanemar fara á listasöfn. Skoðað var hvort þættir eins og menntun, uppeldi, félagslegur bakgrunnur og fyrirmyndir hefðu áhrif á menningarþátttöku og listáhuga háskólanema og hvort vægi meira í því samhengi; listmenntun eða háskólamenntun. Framkvæmd var blönduð rannsókn með því að tekin voru eigindleg viðtöl við 10 háskólanema og sérfræðingaviðtöl við sex starfsmenn listasafna til að fá sitt hvort sjónarhornið á viðhorfi þessara hópa gagnvart listasöfnum og háskólanemum sem markhóp. Þegar gagnagreiningu viðtala var lokið, var í framhaldi útbúin spurningakönnun út frá þeim upplýsingum sem komu fram í viðtölunum og lögð fyrir háskólanemendur fimm háskóla víðs vegar um landið. Spurningakönnunin náði líka yfir fyrrverandi háskólanemendur sem og listnema. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að viðhorf háskólanema gagnvart listasöfnum og myndlist er mun jákvæðara en rannsakandi hafði búist við, einnig var menningarþátttaka háskólanema meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Fram kom að karlkyns háskólanemar taka virkari þátt í lista- og menningarlífi heldur en kvenkyns háskólanemar. Fylgni er milli listmenntunar háskólanema, listmenntunar foreldra, menningarþátttöku í æsku, tónlistariðkunar, bóklestrar í æsku og menningarþátttöku og listáhuga háskólanema síðar meir. Þá virðist habitus háskólanema taka breytingum í gegnum menntun, einkum listmenntun, uppeldi og félagsleg áhrif. „Sýningin“, „fræðsla og „dægrastytting“ eru helstu ástæður þess að háskólanemar fara á listasöfn en „tímaskortur“ og „önnur afþreying “ valda því að þeir fara ekki oftar. Lykilorð: Háskólanemar, listasöfn, listmenntun, menningarneysla, menningarþátttaka. The aim of this research is to assess the experiences university students have ...