Hlutfall mæðra og feðra sem falin er forsjá barns : hefur meginreglan um jafnrétti kynjanna áhrif á niðurstöðu máls þegar dómari tekur ákvörðun um forsjá barns?

Hér á landi ríkir sá misskilningur að þegar foreldrar deila um forsjá barns, sé móður falin forsjá í meirihluta tilfella og að til þess að föður sé falin forsjá þurfi móðir að sýna af sér mikla vanrækslu gagnvart barninu. Í 34. gr. barnalaga eru talin upp hvaða atriði það eru sem dómari á að líta ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Dögg Theódórsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28398
Description
Summary:Hér á landi ríkir sá misskilningur að þegar foreldrar deila um forsjá barns, sé móður falin forsjá í meirihluta tilfella og að til þess að föður sé falin forsjá þurfi móðir að sýna af sér mikla vanrækslu gagnvart barninu. Í 34. gr. barnalaga eru talin upp hvaða atriði það eru sem dómari á að líta til þegar tekin er ákvörðun um forsjá barns, þau eru eftirfarandi: hæfni foreldra, stöðugleiki í lífi barns, tengsl barns við foreldra sína, umgengnisréttur, hætta á ofbeldi á heimili barns, vilji barns og systkinahópur. Ekki er um tæmandi talningu að ræða. Í þeim tilgangi að meta hvort meginreglan um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefði áhrif á niðurstöður í forsjármálum var gerð ítarleg rannsókn á úrlausnum Hæstaréttar. Til skoðunar voru 63 hæstaréttardómar, þar sem móður var falin forsjá í 33 málum eða í 52% tilfella. Föður var falin forsjá í 27 málum eða í 43% tilfella, en aðeins í þremur málum var systkinahópi skipt milli foreldra eða í 5% tilfella. Þegar litið er á niðurstöður mála má sjá að dómari lítur ávallt til hagsmuna barnsins þegar tekin er ákvörðun um forsjá þess. Jafnrétti kynjanna hefur því ekki áhrif á niðurstöðu í forsjármálum. Þegar litið var á prósentuhlutfall við hvert atriði fyrir sig, sem dómari hefur til hliðsjónar mátti sjá afgerandi mun á ýmsum sviðum, sem mætti túlka þannig að jafnrétti sé ekki að fullu náð á öðrum sviðum samfélagsins, sem hafa áhrif á niðurstöðu í forsjárdeilum foreldra. In Iceland, there is a common misconception that when deciding child custody, the mother is granted custody in much of disputes and in order for the father to be granted custody, gross neglect by the mother must be shown. Article 34 of the Children's Act lists what factors the judge must look for when deciding custody, which are: the parent’s aptitude, stability in the child's life, the child's connection to the parents, rights of visitation, risk of violence in the child's home, and the wish of the child or children. In order to assess whether the principle of gender equality affected the ...