Þetta er bara bévítans hark : veruháttur íslenskra óperusöngvara og upplifun af starfsvettvangi

Rannsóknin er unnin út frá kenningum Bourdieu þar sem markmiðið er að varpa ljósi á tónlistarveruhátt (e. musical habitus) íslenskra söngvara, kortleggja leikreglur klassíska söngvettvangsins frá sjónarhóli söngvara og varpa ljósi á hvernig íslenskir söngvarar upplifa starf sitt á Íslandi og erlendi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ása Fanney Gestsdóttir 1976-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28381
Description
Summary:Rannsóknin er unnin út frá kenningum Bourdieu þar sem markmiðið er að varpa ljósi á tónlistarveruhátt (e. musical habitus) íslenskra söngvara, kortleggja leikreglur klassíska söngvettvangsins frá sjónarhóli söngvara og varpa ljósi á hvernig íslenskir söngvarar upplifa starf sitt á Íslandi og erlendis. Höfundur er sjálfur klassískt menntaður óperusöngvari og þekkir af eigin reynslu og frásögnum kollega sinna hversu torveld söngbrautin getur verið. Meginefniviður rannsóknar eru hálfopin eigindleg viðtöl við átta söngvara af báðum kynjum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðmælendur höfðu allir notið ríks tónlistaruppeldis í foreldrahúsum og þjálfað tónlistarveruháttinn með söng. Drifhvötin til þess að leggja sönginn fyrir sig virðist aðallega vera ánægjan af því að syngja og leika. Söngvarar færa ýmsar fórnir til að mega fást við það. Þeir læra margir að sætta sig við að vera valdalitlir á vettvanginum, með lítið starfsöryggi, bág kjör og starfsmöguleika. Félagsauður er mikilvægur til þess að verða sér úti um verkefni og jarðarfararsöngur og söngkennsla virðist vera stöðugusta tekjuleiðin á Íslandi. Mögulegar ástæður kulnunar og brotthvarfs úr starfi eru; framkomukvíði, söngtæknileg vandamál, lítið starfsöryggi og sjálfsákvörðunarvald. Kynjamismunun og kynferðisleg áreitni er einnig þekkt vandamál meðal kvenna. Flestir söngvaranna sögðust ekki geta ráðlagt öðrum að velja þennan starfsvettvang. Abstract The study is based on the theoretical framework of the French sociologist Pierre Bourdieu with the aim to shed light on the musical habitus of Icelandic classical singers, delineate the rules of the classical singing field from the point of view of singers, and to examine how classical singers experience their occupation in Iceland and abroad. The author is a classically educated opera singer and knows from own experience and the reports of colleagues how strenuous the singing career can be. The research method used was conducting semi-structured qualitative interviews with eight singers of both genders. The ...