Sýnileg stjórnun á Íslandi með áherslu á töflunotkun : árangursþættir og hömlur

Sýnileg stjórnun (e. visual management) er stjórnunaraðferð sem nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Sýnileg stjórnun er hins vegar ekki nýtt hugtak og hefur lengi verið unnið með aðferðir sýnilegrar stjórnunar með ágætis árangri víða erlendis, allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Fjölm...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28368
Description
Summary:Sýnileg stjórnun (e. visual management) er stjórnunaraðferð sem nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Sýnileg stjórnun er hins vegar ekki nýtt hugtak og hefur lengi verið unnið með aðferðir sýnilegrar stjórnunar með ágætis árangri víða erlendis, allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa nú þegar innleitt sýnilegar stjórnunaraðferðir og önnur íhuga innleiðingu. Markmið rannsóknar er að finna hvaða hindranir geta orðið í vegi þegar fyrirtæki taka upp hugmyndafræði sýnilegrar stjórnunar með áherslu á töflunotkun og hvaða aðferðum hægt er að beita til þess að góður árangur náist. Til að komast að niðurstöðu skoðaði höfundur nokkur stærri fyrirtæki á Íslandi sem notast við bæði sýnilega stjórnun og töflustjórnun. Einnig voru tekin viðtöl við nokkra helstu sérfræðinga á Íslandi í hugmyndafræði sýnilegrar stjórnunar. Þessari rannsóknarritgerð er ætlað að svara því hvaða árangri má ná með því að innleiða sýnilega stjórnun með notkun taflna og einnig finna út hvaða helstu hindrunum má búast við þegar tekin er ákvörðun um að innleiða þessa hugmyndafræði innan fyrirtækja. Getur verið að innleiðing sýnilegrar stjórnunar hafi jafnvel jákvæð áhrif á vinnustaðamenningu og samskipti á vinnustað? Niðurstaða rannsóknar gefur til kynna að það skiptir máli hvernig staðið er að innleiðingu sýnilegrar stjórnunar. Töflurnar skipta einnig máli hvað varðar staðsetningu, útlit, mælikvarða og dagskrá. Þá er mikilvægt að halda stutta og daglega fundi við töfluna. Einnig verða stjórnendur fyrirtækja að átta sig á að það skiptir máli hvaða tafla er notuð við hvert viðfangsefni, því tafla er ekki aðeins tafla. Tímasetning innleiðingar getur einnig haft áhrif á framgang. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar ná skal árangri og því mikilvægt að standa vel að þjálfun þeirra og stuðningi við þá. Eftirfylgni innleiðingar er talin vera einn mikilvægasti þátturinn til að viðhalda árangri. Helstu hindranir sem orðið geta í veginum tengjast fólkinu sem vinna skal eftir töflunni. Þjálfun þess skiptir meginmáli, ...