Renewable energy and the Arctic : exploring the potential of renewable energy development and the Arctic Council

Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er endurnýjanleg orka og Norðurslóðir. Markmið ritgerðarinnar er að upplýsa lesanda um sögulega þróun endurnýjanlegrar orku sem viðfangsefni þjóðaréttar sem og viðfangsefni Norðurskautsráðsins, möguleika Norðurskautsráðsins sem samstarfsgrundvöll fyrir þróun endurn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vilhjálmur Herrera Þórisson 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2017
Subjects:
Law
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28337
Description
Summary:Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er endurnýjanleg orka og Norðurslóðir. Markmið ritgerðarinnar er að upplýsa lesanda um sögulega þróun endurnýjanlegrar orku sem viðfangsefni þjóðaréttar sem og viðfangsefni Norðurskautsráðsins, möguleika Norðurskautsráðsins sem samstarfsgrundvöll fyrir þróun endurnýjanlegrar orku í þeim ríkjum sem eiga aðild að ráðinu og hvaða nálgun Norðurskautsráðið getur tekið í því samhengi. Núverandi reglur og önnur viðeigandi verkfæri sem Sameinuðu Þjóðirnar og Norðurskautsráðið hafa þróað undanfarin ár og áratugi verða rannsökuð og verður sérstaklega vikið að því hvort þær reglur hafi að geyma vísbendingar um hvort og hvernig væri hægt að þróa verkfæri um þróun endurnýjanlegrar orku á Norðurslóðum. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er endurnýjanleg orka skoðuð sem viðfangsefni lögfræðinnar og þróun hennar í þjóðarétti. Í þriðja kafla er vikið að Norðurslóðum og því orkusamstarfi sem hefur verið þar uppi síðastliðin ár. Í fjórða kafla er einblínt á Norðurskautsráðið sem aðalsamstarfsvettvang Norðurslóða. Þróun þess, uppbygging og fyrrum verkfæri sem þróuð hafa verið undir Norðurskautsráðinu eru skoðuð í þeim tilgangi að draga fram ályktanir um frekara samstarf um þróun endurnýjanlegrar orku og orkugjafa. Að lokum, í fimmta kafla, er vikið að því hvernig Norðurskautsráðið getur nálgast viðfangsefnið. Áhersla verður lögð á hvernig unnt er að hvetja til fjárfestinga í slíkum verkefnum á Norðurslóðum með því að skoða ýmsar ráðstafanir sem þróaðar hafa verið bæði á Norðurslóðum og annarsstaðar í þeim tilgangi að bera saman þá kosti sem unnt er að leggja áherslu á. Af rannsóknarvinnu höfundar er dregin sú ályktun að samstarf fyrir tilstilli Norðurskautsráðsins um þróun endurnýjanlegrar orku á Norðurslóðum sé fýsilegur kostur til að tryggja skilvirkt regluverk sem getur skilað þeim markmiðum sem því er ætlað, t.a.m. markmiðum tengdum umhverfi, efnahag og þróun. Í því samhengi er unnt að byggja á því samstarfi sem hefur þróast undir yfirstjórn Norðurskautsráðsins sem hefur þróast frá því að vera ...