Þróun skólastarfs á Íslandi : stutt yfirlit frá barnafræðslu til framhaldsskólanáms

Meistaraprófsritgerð þessi er unnin til M.Ed. náms í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Í ritgerðinni verður skoðaður uppruni skóla á Íslandi og í framhaldi að því fjallað um þróun framhaldsskóla. Þetta verkefni er heimildaritgerð sem byggir á fræðilegum greinum, útgefnum bókum og up...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Lilja Ingimarsdóttir 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28279
Description
Summary:Meistaraprófsritgerð þessi er unnin til M.Ed. náms í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Í ritgerðinni verður skoðaður uppruni skóla á Íslandi og í framhaldi að því fjallað um þróun framhaldsskóla. Þetta verkefni er heimildaritgerð sem byggir á fræðilegum greinum, útgefnum bókum og upplýsingum frá stofnunum. Þar má nefna aðalnámskrá framhaldsskóla, heimasíður sveitafélaga, greinagerðir, skýrslur og gögn gefin út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Fyrst og fremst til að fá stóra heildarmynd af þróun skólahalds á Íslandi með sérstakri áherslu á framhaldsskólann og en einnig að skoða upphaf skólahalds á Íslandi. Við kristintöku Íslendinga hófst saga skólahalds og verður sú saga rakin lauslega fram að fræðslulögunum. Helstu einkenni almenningsfræðslunnar er skólavæðingin sem er mikilvægur þáttur í þróun skólakerfisins eins og við þekkjum það í dag. Með tilkomu fræðslulaganna fór fyrst að gæta verulegrar framþróunar á sviði skólamála á Íslandi. Með fræðslulögunum var komið á skyldufræðslu sem hélst nokkuð stöðug fram eftir 20. öldinni en við lok 19. aldar var farið að viðurkenna nauðsyn framhaldsmenntunar. Þróun þjóðfélagsins hefur orðið til þess að skólar eru í auknum mæli farnir að taka að sér hlutverk uppalanda. Þessi krafa hefur leitt til þess að kennarar hafa þurft að auka þekkingu og færni til að bregðast við ýmsum uppeldis- og menntunarlegum viðfangsefnum. Einnig hefur tilkoma upplýsingatækninnar gjörbreytt kennslu- og námsumhverfi framhaldsskóla. Árið 2015 varð stór breyting á framhaldsskólakerfinu með styttingu framhaldsskólanáms úr fjórum árum í þrjú ár. Þessi breyting er það ný af nálinni að kostir og gallar hennar eiga enn eftir að koma í ljós. Markmið þessara breytinga er fyrst og fremst að auðvelda nemendum að ljúka námi og vonir eru bundnar við það að breytingin verði til þess að draga úr brottfalli nemenda. This Master essay is prepared for M.Ed. study of pedagogy at the University of Akureyri in the spring of 2017. The essay will examine the ...