„Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur“ : Matteusarguðspjall 10.16

Verkefnið er lokað til 31.12.2137. Staðalímynd lögmanna er oft - vegna áhrifa af kvikmyndum - sú að lögmenn geri hvað sem er til þess að vinna málið fyrir skjólstæðing sinn. Hlutverk lögmanna er skilgreint í lögmannalögunum og í siðareglum lögmanna. En eiga lögmenn einnig að fara eftir óskráðum siða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Gerðalíð 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28262
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.12.2137. Staðalímynd lögmanna er oft - vegna áhrifa af kvikmyndum - sú að lögmenn geri hvað sem er til þess að vinna málið fyrir skjólstæðing sinn. Hlutverk lögmanna er skilgreint í lögmannalögunum og í siðareglum lögmanna. En eiga lögmenn einnig að fara eftir óskráðum siðareglum? Eiga þeir að gera sitt besta til að vinna mál ef þeir sjá einhverja millileið, þó svo að það er ósiðferðislegt? Og hvernig er það þegar þeir eru lögbundnir þagnarskyldu, mega þeir brjóta gegn henni ef réttarríkið á lögvarinna hagsmuni? Er hægt fyrir lögmanninn að vera kænn eins og höggormur og falslaus eins og dúfa? Er hægt fyrir hann að vera góður lögmaður en á sama tíma góð manneskja? Margar skiptar skoðanir eru bæði á því hver hinn góði lögmaður sé og hver hin góða manneskja sé. Engilsaxneskir lögmenn leggja sig eftir að sýna skjólstæðingum sínum hollustu og tryggð. En norrænir lögmenn hafa réttlætið að leiðarljósi og er þagnarskyldan til dæmis takmörkuð þegar það kemur að vissum tilvikum. Þó eru lögfræðingar á Íslandi, sem og líklega alstaðar, sem eru ósammála um hvort þagnarskyldan eigi að vera takmörkuð eða ekki. Með því að skoða skyldur lögmanna til dæmis gagnvart skjólstæðingi, réttarríkinu og sjálfum sér er hægt að sjá hversu mikilvægt það er fyrir lögmann að stuðla ekki einungis að að vinna mál fyrir skjólstæðing sinn, en að hann þarf að hafa siðferði og réttlætið að leiðarljósi. Enda er frumskuldbinding samkvæmt siðareglum lögmanna að efla rétt og hrinda órétti. Tilgangur lögmennskunnar er ekki að vinna mál fyrir ríka óréttláta manninn, en að þjóna samfélaginu og að aðstoða alla sem þurfa á hjálp lögmanna á að halda, þeim sem eru undirokuð. Hvort sem þeir eru ríkir eða bláskínandi fátækir. As a result from movies lawyer’s stereotype is often thought to be that they are willing to do anything to win a case for their client. The lawyers in Iceland have the law about lawyers and the Codex Ethicus which lays out their duties. But are lawyers also supposed to apply uncodified ethical rules to how ...