Lestur og viðhorf barna til lestur : áhrif sjónvarps

Verkefnið er lokað til 1.4.2047. Lestrargeta íslenskra barna hefur verið gerð að áhyggjuefni í kjölfar niðurstaðna úr alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að lesskilningur íslenskra barna er slakur samanborið við aðrar þjóðir og hefur honum hrakað frá upphafi rannsókna árið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Dögg Jónsdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28253
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.4.2047. Lestrargeta íslenskra barna hefur verið gerð að áhyggjuefni í kjölfar niðurstaðna úr alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að lesskilningur íslenskra barna er slakur samanborið við aðrar þjóðir og hefur honum hrakað frá upphafi rannsókna árið 2000. Hvað liggur þessu að baki hefur verið viðfangsefni fræðimanna og í ljós hefur komið að bóklestur barna hefur minnkað, en það er talið hafa slæm áhrif á lesskilning. Bæði yfirvöld og kennarastéttin hafa reynt að sporna við þessari þróun með miðstýrðum markmiðum og aukinni áherslu á yndislestur. Hvað veldur því að dregið hefur úr bóklestri er ekki augljóst. Hér verður litið til fortíðar og lestrarhegðun og viðhorf barna til lesturs skoðuð og áhersla lögð á hvaða áhrif fyrsta skjáafþreyingin, sjónvarpið, hafði á þessa þætti. Árið 1968 var lögð könnun fyrir 10-14 ára börn í þremur þéttbýliskjörnum á Íslandi: Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Spurningalistinn tók á ýmsum félagslegum þáttum. Hér einblínt á þá þætti sem viðkoma lestri og lestraráhuga. Á þessum tíma hafði Ríkissjónvarpið sent út sjónvarpsefni í tvö ár, sem þó náði einungis til hluta þjóðarinnar. Í Reykjavík og Vestmannaeyjum náðist sjónvarp, en ekki á Akureyri. Þannig má bera saman áhrif sjónvarpsins á lestur og lestraráhuga barna við þau sem ekki höfðu aðgang að sjónvarpsútsendingum. Helstu niðurstöður eru að íslensk börn voru ekki öll lestrarhestar og stór hluti sem las lítið af bókum. Niðurstöðurnar sýndu einnig að sjónvarpið hafði einhver áhrif á lestrarhegðun og var líklegra til að hafa áhrif á lestrarhegðun og -áhuga drengja. Sjónvarpið hafði hvað mest áhrif á viðhorf til bóklesturs á kvöldin. Þrátt fyrir að sjónvarpið hafi haft einhver áhrif virtist það hafa haft mun meiri áhrif á viðhorf til annarar afþreyingar eins og útvarpshlustunar. Kennarar ættu að horfa til þess að skjáafþreying og áreiti af þeim völdum hefur aukist, en jafnframt gera sér grein fyrir því slík afþreying er ekki eina ástæðan fyrir dvínandi lestraráhuga The ...