Mæling á astaxantíni í sæbjúgum og mat á því hvort arðbært sé að hefja magnbundna framleiðslu á efninu úr dýrunum

Verkefnið er lokað til 10.3.2020. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvers kyns áhryf karótenlitarefni hafa á ýmsa efnaferla. Það að borða gulrætur er gott fyrir sjónina en þar er efni að verkum sem nefnist beta-karóten og er forveri A-vítamíns. Þetta efni er eitt fjölmargra sem hefur einkenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Edmondo Steinar De Santis 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28252
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.3.2020. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvers kyns áhryf karótenlitarefni hafa á ýmsa efnaferla. Það að borða gulrætur er gott fyrir sjónina en þar er efni að verkum sem nefnist beta-karóten og er forveri A-vítamíns. Þetta efni er eitt fjölmargra sem hefur einkennilega efnabyggingu sem lýsir sér í langri kolefnakeðju ríkri af tvítengjum. Annað efni sem hefur slíka byggingu nefnist astaxantín. Það er efni sem hægt er að finna í náttúrunni í þörungum, sveppum, kröbbum, rækjum og sæbjúgum. Lífríki sjávarins er fullt af efnum sem hafa vakið áhuga vísindamanna og er astaxantín eitt þeirra. Efnið býr yfir svo miklum andoxunareiginleikum að þeir eru taldir þeir mestu sem hafa mælst. Andoxunarefni virka þannig að þau koma í veg fyrir að hópur efna, sem kallast á ensku Reactive Oxygen Species, valdi skaðlegum áhryfum. Þessi efni, kölluð ROS, verða til við eðlileg efnaskipti í frumum líkamans en geta samt sem áður hrint af stað keðjuverkandi efnahvörfum sem geta valdið þessum skaðlegu áhryfum. Dæmi um sjúkdóma sem talið er að megi rekja til slíkra efnahvarfa eru krabbamein, hjarta- og æðasjúkdómar og nýrnabilanir. Astaxantín er eftirsótt á lyfjamarkaðinum og einnig hefur efnið verið framleitt af hinum ýmsum fæðubótaframleiðendum. Það er ekki einungis talið vera fyrirbyggjandi fyrir áðurnefnda sjúkdóma heldur einnig gott fyrir ónæmiskerfið í heild sinni, húðina og heilbrigði hennar ásamt því að það er talið efla sjónina. Til þessa þá er efnið aðallega framleitt með aðferðum efnaverkfræðinnar en sífellt meiri eftirspurn eftir efninu af náttúrulegum uppruna hefur ýtt við mörgum rannsóknum sem einblína á það hvar er sé hægt að finna efnið í náttúrunni. Eins og áður sagði hefur efnið verið mælt í sæbjúgum, einnig í þeirri tegund sem finnst hér við strendur Íslands. Sú tegund nefnist Cucumaria frondosa og hafa veiðar á henni aukist mikið á síðustu árum. Enn er lítið vitað um stofnstærð og háttarlag þessarrar áhugaverðu tegundar sjávarlífveru og eru rannsóknir á þeim efnunum mikilvægar ef ...