Streita, kulnunareinkenni og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga

Bakgrunnur rannsóknar: Starf hjúkrunarfræðinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum sem ýta undir streitu og kulnun í starfi með áhrifum á andlega og líkamlega heilsu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun með notkun bjargráða. Tilgangur rannsóknar: Að skoða streitueinkenni á meða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Harpa Svavarsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28249
Description
Summary:Bakgrunnur rannsóknar: Starf hjúkrunarfræðinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum sem ýta undir streitu og kulnun í starfi með áhrifum á andlega og líkamlega heilsu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun með notkun bjargráða. Tilgangur rannsóknar: Að skoða streitueinkenni á meðal hjúkrunarfræðinga síðastliðinn mánuð, persónu-, vinnu- og skjólstæðingstengd kulnunareinkenni og bjargráð þeirra í erfiðum aðstæðum. Aðferð: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með tilgangsúrtaki. Alls voru 425 hjúkrunarfræðingum á tveimur sviðum á Landspítala háskólasjúkrahúsi og á Sjúkrahúsinu á Akureyri boðin þátttaka. Rannsóknin er hluti af áframhaldandi rannsókn. SPSS 22 tölfræðiforritið var notað til gagnavinnslu. Notaðir voru spurningalistarnir Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout Inventory (CBI) og Ways of Coping (WOC). Niðurstöður: Unnið var með gögn frá 164 þátttakendum. Allir spurningalistarnir sýndu góðan áreiðanleika (Cronbach Alpha). Megin niðurstöður sýndu að þátttakendur yngri en 40 ára skoruðu marktækt hærra á streitukvarðanum (PSS) en þeir sem voru eldri en 40 ára (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar með starfsaldur undir 10 ár sýndu marktækt alvarlegri streitueinkenni en þeir sem voru með starfsaldur hærri en 10 ár (p<0,004). Yngri en 40 ára sýndu marktækt verri kulnunareinkenni en þeir sem eldri voru: persónutengd (p<0,011), starfstengd (p<0,018), skjólstæðingstengd (p<0,017). Marktækur munur var á lýsingu þátttakenda á mati þeirra á hvort mönnun væri í góðu lagi á vinnustað, á skurðlækningasviði (60%), á lyflækningasviði(40%), (p<0,001). Mönnun var frekar talin óviðunandi eða algerlega óviðunandi af 58% hjúkrunarfræðinga á lyflæknissviði, á meðan 24% hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði lýstu henni þannig. Ályktanir: Þó taka beri niðurstöðum með varúð vegna lítils úrtaks gefa þær sterkar vísbendingar um að yngri hjúkrunarfræðingar og styttri starfsaldur auki líkur á óvinnutengdri streitu og kulnun. Frekari rannsókna er þörf til að meta sérstaklega líðan og bjargráð ...