Skjólstæðingsmiðuð þjónusta á tveimur deildum Sjúkrahússins á Akureyri : samanburðarrannsókn

Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lengi mælt með því að heilbrigðisþjónusta sé betur sniðin að notendum. Meðal fræðimanna og fagfólks er einnig vaxandi umræða um skjólstæðingsmiðaða þjónustu með áherslu á heildrænar þarfir fólks, valdeflingu og þátttöku í eigin þjónustu. Markmið: Að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28247
Description
Summary:Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lengi mælt með því að heilbrigðisþjónusta sé betur sniðin að notendum. Meðal fræðimanna og fagfólks er einnig vaxandi umræða um skjólstæðingsmiðaða þjónustu með áherslu á heildrænar þarfir fólks, valdeflingu og þátttöku í eigin þjónustu. Markmið: Að rannsaka að hvaða marki þjónustan á endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri væri skjólstæðingsmiðuð og hvort munur væri á þjónustu endurhæfingardeildar og bráðageðdeildar í þessu tilliti. Aðferð: Notuð voru fyrirliggjandi gögn sem safnað hafði verið frá skjólstæðingum endurhæfingardeildar og geðdeildar á samsvarandi hátt en á mismunandi tímabilum. Gagnanna var aflað með matstækinu „Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða þjónustu“. Listinn inniheldur 31 fullyrðingu sem deilast á sjö undirflokka skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu, þ.e. Viðhorf og stuðningur, Ákvarðanir og markmið, Umhyggja, Fræðsla og upplýsingagjöf, Samskipti við aðstandendur, Samræmi og samfella og Ferli og útkoma. Reiknað meðaltal svara innan viðkomandi flokks sýnir hversu skjólstæðingsmiðuð þjónustan telst innan þess flokks, á kvarðanum 0-5. Hærra gildi táknar meira skjólstæðingsmiðaða nálgun. Niðurstöður: Þátttakendur voru 56 (35 konur) af endurhæfingardeild og 30 (19 konur) af geðdeild. Á endurhæfingardeildinni mældust sex flokkar yfir fjórum að meðaltali (4,02 ±0,60 – 4,5 ±0,49), en einn undir fjórum (2,90 ±1,0). Á geðdeildinni mældust fjórir flokkar yfir fjórum (4,08 ±0,60 – 4,13 ±0,64), en þrír undir fjórum (3,79 ±0,64 - 3,95 ±0,69). Munur var á milli deilda (p<0,05) í flokkunum Viðmót og stuðningur, Umhyggja og Samskipti við aðstandendur. Síðastnefndi flokkurinn mældist lægstur á báðum deildum. Umræða og ályktanir: Þjónusta beggja deilda mælist í allgóðu samræmi við hugmyndir um skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Styrkur þjónustunnar, sérstaklega á endurhæfingardeildinni, liggur í hlýju viðmóti og umhyggju starfsfólksins. Hins vegar virðist starfsfólki beggja deilda minna tamt að huga að mögulegum þörfum aðstandenda og niðurstöðurnar sýna að efla ...