Þjónustulíkan og viðskiptamódel fyrir rafhleðslustöðvar Reykjavíkurborgar

Eigendum rafbíla á Íslandi hefur fjölgað á undanförnum árum. Gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar eftir mun markaðshlutdeild rafbíla sem verða í umferð á Íslandi aukast enn frekar næstu árin. Í samræmi við það var ákveðið að ráðstafa fjármagni til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla á Íslandi. Ætl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingólfur Páll Ingólfsson 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28224
Description
Summary:Eigendum rafbíla á Íslandi hefur fjölgað á undanförnum árum. Gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar eftir mun markaðshlutdeild rafbíla sem verða í umferð á Íslandi aukast enn frekar næstu árin. Í samræmi við það var ákveðið að ráðstafa fjármagni til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla á Íslandi. Ætla má að Reykjavík, sem stærsta vinnusóknarsvæði Íslands muni verða miðpunktur fjölgunar hleðslustöðva á næstu árum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja innviði sem þarf til að fjölga rafbílum á Íslandi. Það er lítið vitað um hegðun rafbílaeigenda á Íslandi og hvaða væntingar þeir hafa til þjónustu þegar kemur að hleðslu rafbíla. Þessu rannsóknarverkefni er ætlað að rannsaka þær væntingar sem eigendur rafbíla hafa til þjónustu þegar kemur að hleðslu rafbíla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almennt séu rafbílaeigendur óánægðir með aðstöðu og þjónustu við þá á Íslandi. Notendur rafbíla vilja sjá fjölgun rafhleðslustöðva sem og fleiri hleðslutengi á hverri stöð fyrir sig. Rafbílaeigendur eru ennfremur ekki tilbúnir að bíða eftir þjónustu og eru helst reiðubúnir að nýta sér hæghleðslustöðvar í bílastæðahúsum. Notendur virðast skiptast í tvo hópa varðandi það hvort að bjóða eigi upp á hleðslusnúrur á hleðslustöðvum eða hvort það sé ábyrgð bifreiðaeigenda að útvega sér slíkar snúrur.