Kvíði grunnskólabarna : upplifun fólks af kvíða í grunnskóla og viðbrögðum foreldra og kennara

Þessi rannsókn er lokaverkefni til M.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri og er unnin vorið 2017. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur hvernig kvíði getur birst og hvernig hann hefur áhrif á nemandann sem upplifir hann. Annað markmið er að kynnast leiðum sem gagnast foreldrum og ken...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Guðmundsdóttir 1970-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28205
Description
Summary:Þessi rannsókn er lokaverkefni til M.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri og er unnin vorið 2017. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur hvernig kvíði getur birst og hvernig hann hefur áhrif á nemandann sem upplifir hann. Annað markmið er að kynnast leiðum sem gagnast foreldrum og kennurum til að hjálpa nemendum að takast á við kvíðann og skapa aðstæður sem gera skólann og námið minna kvíðvænlegt. Í þessum tilgangi voru tekin viðtöl við fullorðið fólk sem upplifði hamlandi kvíða á grunnskólagöngu sinni. Rætt var um fjölskyldur þeirra og uppeldi, undirbúning undir grunnskóla, birtingarmyndir kvíða, kvíðaviðbrögð og hegðun. Leitað var svara við því hjá viðmælendum hvernig foreldrar og kennarar brugðust við kvíðanum og hvernig samstarf heimilis og skóla gekk fyrir sig. Einnig var spurt út í væntingar foreldra til barna sinna og viðhorf foreldra til kennara og skóla. Niðurstöður sýna að nemendur glímdu við kvíða af ýmsu tagi sem hafði áhrif á líðan, hegðun og nám. Viðmælendur komu mis vel undirbúnir í grunnskólann, til dæmis höfðu sex þeirra verið í leikskóla áður sem þeim fannst hjálpa. Tveir fóru aldrei í leikskóla og voru ekki vanir því að leika við krakka á sama aldri áður en þeir fóru í grunnskóla. Enginn þátttakandi leitaði til kennara sinna með kvíða sinn og aðeins þrír þeirra töluðu um hann við foreldra sína. Þrátt fyrir það virtust sumir kennarar næmir á líðan barnanna. Samkvæmt niðurstöðum virtist foreldrasamstarfið öflugast hjá yngstu þátttakendunum og hjá þátttakanda sem var í mjög litlum skóla. Aðrir viðmælendur sögðu að foreldrasamsstarf hefði ekki verið mikið og töldu að samskipti milli kennara og foreldra hafi helst átt sér stað í foreldraviðtölum einu sinni til tvisvar á ári. This research is a master thesis towards an M.Ed. diploma from The Faculty of Education at The University of Akureyri, and was conducted in spring 2017. The purpose of the study is to look at the manifestations and reprecussions of anxiety in elementary school students, and the resources parents and teachers ...