„Greining á leshömlun er ekki lausn - heldur verkefni sem þarf að leysa” : viðhorf kennara til nemenda með leshömlun

Verkefnið er lokað til 1.6.2117. Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til M.Ed. gráðu við Háskólann á Akureyri í kennaradeild, á Hug- og félagsvísindasviði. Dyslexia eða lesblinda er eitthvað sem allir þekkja úr almennri umræðu, en eflaust ekki mikið meira en það. Hér á landi er farið að tala um l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Júlía Guðrún Gunnarsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28202
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.6.2117. Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til M.Ed. gráðu við Háskólann á Akureyri í kennaradeild, á Hug- og félagsvísindasviði. Dyslexia eða lesblinda er eitthvað sem allir þekkja úr almennri umræðu, en eflaust ekki mikið meira en það. Hér á landi er farið að tala um leshömlun, þar sem ekki er um eiginlega blindu að ræða heldur hömlun sem hægt er að vinna með. Í upphafi er fjallað um skilning á læsi og á einkennum og greiningu á leshömlun. Því næst er greint frá aðferðafræði og framkvæmd rannsóknarinnar áður en sagt er frá niðurstöðum og dregnar ályktanir. Rannsóknin var framkvæmd í fjórum grunnskólum á Akureyri, þar sem tekin voru viðtöl við fjóra kennara. Þegar viðmælendur voru valdir var áhersla á að þeir væru búnir að starfa sem kennarar í mislangan tíma og að enginn þeirra kenndi á sama stigi til að fá sem víðasta mynd af stöðu mála. Unnið var eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum og leitast eftir því að fá svör við því hver viðhorf kennara eru til barna með leshömlun. Leyfi voru fengin bæði hjá skóladeild Akureyrarbæjar og skólastjóra hvers skóla sem viðmælendur störfuðu hjá. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á viðhorfum kennara til barna sem hafa verið greind með leshömlun með það fyrir augum að bæta þjónustu og árangur fyrir þennan hóp. Rannsóknin gefur vísbendingu um að kennarar eru mjög jákvæðir gagnvart því að hjálpa börnum með leshömlun, jafnvel þó það krefjist meiri vinnu vegna einstaklingsbundinna þarfa nemenda. Kennarar gáfu til kynna að það tæki á þolinmæði þegar árangur lætur á sér standa og voru ekki einhuga um hvort „stilltar stúlkur“ greindust síður en „háværir drengir“. This is the final thesis of the author towards an M.Ed. degree at the University of Akureyri in the Faculty of Education, which is a part of the School of Humanities and Social Sciences. The thesis focuses on teacher’s attitudes towards children who have been diagnosed with dyslexia. The author performed a qualitative study with semi-structured, in-depth interviews with four ...