Vogun vinnur, vogun tapar : áhrif skammsýnistapfælni á áhættutöku

Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Fyrra markmiðið er að kanna hvort skammsýnistapfælni og tilhneiging til að meta niðurstöður oft hafi áhrif á ákvarðanatöku gagnvart áhættu. Skammsýnistapfælni byggir á tveimur hugtökum, tapfælni og reikningsskil hugans. Tapfælni lýsir sér þannig að fólki líður ver...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bessí Þóra Jónsdóttir 1994-, Einar Páll Gunnarsson 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28186
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Fyrra markmiðið er að kanna hvort skammsýnistapfælni og tilhneiging til að meta niðurstöður oft hafi áhrif á ákvarðanatöku gagnvart áhættu. Skammsýnistapfælni byggir á tveimur hugtökum, tapfælni og reikningsskil hugans. Tapfælni lýsir sér þannig að fólki líður verr með tap heldur en vellíðan fyrir samsvarandi hagnað. Fólk vill frekar forðast tap en að ná fram hagnaði. Reikningsskil hugans eru óbeinar aðferðir sem fólk notar til að að meta fjárhagslegar niðurstöður. Seinna markmiðið er að kanna hvort það sé kynjamunur við ákvarðanatöku gagnvart áhættu. Framkvæmd var tilraun til þess að kanna þessi markmið þar sem þátttakendur voru aðallega nemendur í Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknin er byggð á rannsókn Gneezy og Potters (1997). Fyrri tilgátan um að þeir sem geta metið niðurstöðurnar oftar taki minni áhættu en þeir sem meta þær sjaldnar stóðst. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir af svipuðu tagi. Seinni tilgátan um að konur séu áhættufælnari en karlar stóðst að hluta til. Hjá körlum höfðu framsetningarnar áhrif á hversu mikla áhættu þeir tóku en ekki hjá konum. Í báðum tilgátunum voru bornar saman tilraunaaðstæður við viðhorfsspurningar og samanburður hjá báðum leiðir í ljós að hegðun úr tilrauninni er í samræmi við viðhorf þátttakenda.