Hver voru áhrif braggamenningar á Íslenskt samfélag á 20.öld? : braggasamfélagið í Reykjavík : leiklistarkennsla

Í ritgerð þessari er einblínt á braggasamfélagið á Íslandi á 20. öldinni. Landið var tekið hernámi á stríðsárunum af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Bretar byggðu bragga fyrir hermenn sína og vistir. Eftir að þeir fóru fluttust Íslendingar inn í braggana vegna húsnæðiseklu á þessum árum. Átti það...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Sveinsdóttir 1990-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28148
Description
Summary:Í ritgerð þessari er einblínt á braggasamfélagið á Íslandi á 20. öldinni. Landið var tekið hernámi á stríðsárunum af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Bretar byggðu bragga fyrir hermenn sína og vistir. Eftir að þeir fóru fluttust Íslendingar inn í braggana vegna húsnæðiseklu á þessum árum. Átti það að vera skammtímalausn en svo varð hins vegar ekki. Fjöldi fólks bjó í bröggum í mörg ár. Í braggasamfélaginu var mikið um fátækt, þeir sem bjuggu í ,,venjulegum‘‘ húsum litu oft niður á braggabúa. Amma mín bjó í bragga í nokkur ár, fluttist þangað þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul og þessi ritgerð byggist á frásögnum. hennar Hún fluttist frá bröggunum þremur árum síðar eða þegar hún var sautján ára gömul. Vil ég þakka ömmu minni sérstaklega fyrir hennar þátt í verkefninu, hennar þáttur skiptir miklu máli þar sem efni ritgerðarinnar og bygging kennslunnar kemur út frá hennar frásögnun. Efni ritgerðarinnar byggir á undirbúningi og framkvæmd leiklistarkennslu, námskeiðs í Borgarholtsskóla þar sem ég kenndi unglingum leiklist. Nemendur fengu þar í gegnum leiklist tækifæri til þess að kynnast braggamenningu liðins tíma og læra um leið ólíkar leikhúsaðferðir. Vil ég þakka nemendum fyrir þeirra þátt í verkefninu, þeirra þátttaka gerði það að verkum að verkefnið gekk upp. Markmið kennslunnar beindist að því að kennslan þjálfi nemendur í aðferðum leiklistar en ekki síður í læsi á leiklist í víðu samhengi og að dýpka skilning nemenda á sjálfum sér, mannlegu eðli og samfélagi. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um samfélag braggabúa, minningar þeirra og sögur. Því næst verður rætt um mikilvægi þess að nota skapandi aðferðir í skólastarfi. Kynntar verða leiklistaraðferðir Augustos Boal en þær voru notaðar í leiklistarkennslu minni um braggamenningu. Einnig verða hugmyndir heimildarleikhúss viðraðar og rætt hvernig þær geta komið að góðum notum við kennslu. Framkvæmd námskeiðsins sjálfs er síðan lýst þar sem gerð er grein fyrir æfingum og framvindu vinnunnar. Í lok ritgerðar er farið yfir helstu atriði ...