„Þegar ég heyri epli og appelsínur þá hætti ég að hlusta” : stærðfræðinám og –kennsla á unglingastigi á Akureyri, reynsla nemenda

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig kennsluaðferðir, áherslur og viðhorf í grunnskóla leiða til árangurs framhaldsskólanemenda í stærðfræði. Til að nálgast það notaði höfundur eigindlega nálgun og tók rýnihópaviðtöl við 10 nemendur á fjórða ári í framhaldsnámi. Einnig var stuðst við meg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Aðalsteinsdóttir 1970-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28112
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig kennsluaðferðir, áherslur og viðhorf í grunnskóla leiða til árangurs framhaldsskólanemenda í stærðfræði. Til að nálgast það notaði höfundur eigindlega nálgun og tók rýnihópaviðtöl við 10 nemendur á fjórða ári í framhaldsnámi. Einnig var stuðst við megindleg gögn: bæði spurningarlista sem viðmælendur svöruðu og fyrirliggjandi gögn úr PISA rannsókninni frá árinu 2012 þar sem áhersla var á stærðfræðilæsi. Lagt var upp með sex matsþætti: kennsluaðferðir, árangur, áhuga, þrautseigju, kennivald kennara og PISA rannsóknina. Fræðikaflinn fjallar um sýn PISA á stærðfræðinám og þrjár kenningar um stærðfræðinám: hugsmíðakenningar, menningar- og sögulegar kenningar og samfélagslegar kenningar. Í stuttu máli sögðu flestir viðmælendur frá kennarastýrðri útlistunarkennslu með sjálfstæðri vinnu nemenda inn á milli, sem flokka má undir menningar- og sögulegar kenningar. Kennararnir höfðu allir valið námsefni sem frekar má flokka undir hugsmíðakenningar og sýn PISA á stærðfræði. Viðmælendur töldu að langflestir sem höfðu kennt þeim stærðfræði hafi sýnt þeim umhyggju, virðingu og hafi lagt sig fram um að vekja áhuga þeirra á stærðfræði. Mikill meirihluti viðmælenda virtu kennarana og fundu að þeir vildu að þeir næðu árangri. Viðmælendur mæltu með skemmtilegum og hressum kennara með sterkt kennivald sem notaði umræður auk hagnýtra og fjölbreyttra verkefni. Viðmælendum fannst kennarar uppteknir af því að aðstoða nemendur sem gekk verr og fannst það koma niður á umræðum, innlögnum og fjölbreytni. Hagnýt verkefni og rannsóknarvinna voru talin skapa aðra sýn á stærðfræði og væru ágæt tilbreyting, frekar en þau hefðu áhrif á árangur eða þekkingu á stærðfræði. Námsþættir voru afmarkaðir en samhengi hélst milli þátta. Algebra var talin mikilvægust. Viðmælendur höfðu trú á eigin getu í stærðfræði en vildu losna við að lesa mikið í stærðfræði. Þeir sögðu samt að lesskilningur væri mikilvægur fyrir stærðfræði í framhaldsskóla, sem og utanbókarlærdómur. Viðmælendur höfðu allir fengið stuðning í ...