„Við erum auðvitað sérfræðingar en við þurfum náttúrlega að vinna þetta í samstarfi við foreldrana, er það ekki?“ : þátttaka foreldra í lestrarnámi barna

Tilgangur þessarar rannsóknar var að rýna í og reyna að bæta fræðslu um lestrarnám fyrir foreldra barna í Álftanesskóla í Garðabæ. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvö, að kanna hug foreldra og kennara til foreldrafræðslu um lestrarnám og hvernig bæta megi fræðsluna svo hún geti sem best eflt forel...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Björgvinsdóttir 1976-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28081
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar var að rýna í og reyna að bæta fræðslu um lestrarnám fyrir foreldra barna í Álftanesskóla í Garðabæ. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvö, að kanna hug foreldra og kennara til foreldrafræðslu um lestrarnám og hvernig bæta megi fræðsluna svo hún geti sem best eflt foreldra í stuðningi við lestrarnám barna sinna. Gerð var tvíþætt rannsókn, megindleg meðal foreldra og eigindleg meðal kennara og voru niðurstöður settar fram í samhengi við fræði og rannsóknir. Þeir foreldrar sem fengu tilboð um fræðslu sama haust og rannsóknin var gerð fengu sendan spurningalista á Netinu. Kennararnir sem tóku þátt voru af yngsta stigi Álftanesskóla og Flataskóla. Þeir sátu tvo fræðslufundi sem tengdust lestrarkennslu og samskiptum heimila og skóla. Í kjölfarið sátu þeir rýnifundi og ræddu um þessi sömu atriði út frá gefnum spurningum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að bæði kennarar og foreldrar eru ánægðir með fræðsluna, hafa trú á henni og telja hana hafa jákvæð áhrif bæði á lestrarfærni nemenda og samvinnu heimila og skóla. Kennarar komu með ábendingar um það sem þeim finnst skipta máli að foreldrar séu fræddir um og telja mikilvægt í samstarfinu. Má þar nefna að foreldrar fái fræðslu um fjölbreyttar aðferðir við heimalestur og að þeir átti sig á hvað lítil þjálfun getur haft slæm áhrif á lestrarframvindu barnanna. Niðurstöður frá foreldrum benda til þess að þeir telji sig hafa haft gagn af öllum þáttum fræðslunnar. Svör þeirra benda þó til þess að auka þurfi kennslu í hagnýtum aðferðum til að nýta í heimalestrinum en minnka hlut fræðilegrar umfjöllunar. Niðurstöður benda til þess að gagnlegt gæti verið að auka eftirfylgni eftir fræðslufundina. Þessar niðurstöður verða nýttar til að bæta foreldrafræðslu um lestur í Álftanesskóla og geta hugsanlega nýst öðrum skólum sem vilja fræða foreldra um lestrarnám barna. The purpose of the study was to review and attempt to improve reading instruction education for parents of children in Álftanesskóli in Garðabær. The two main objectives of the study were to ...