Leyfisferli og opinberir kostnaðarþættir fyrir sjókvíaeldi við Ísland : samanburður við Skotland

Verkefnið er lokað til 17.6.2018. Eldi á sjávarfangi hefur aukist gríðarlega á heimsvísu á undanförnum árum. Nágrannalönd Íslands hafa notið góðs af uppbyggingu laxeldis og hefur því áhugi íslenskra fiskeldisfyrirtækja aukist mikið, samhliða breyttum aðstæðum hér við land. Ákveðnir þættir, eins og l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Freysteinn Nonni Mánason 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27979
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 17.6.2018. Eldi á sjávarfangi hefur aukist gríðarlega á heimsvísu á undanförnum árum. Nágrannalönd Íslands hafa notið góðs af uppbyggingu laxeldis og hefur því áhugi íslenskra fiskeldisfyrirtækja aukist mikið, samhliða breyttum aðstæðum hér við land. Ákveðnir þættir, eins og leyfisferli fiskeldisfyrirtækja og kostnaðarþættir sem þeim fylgja eru taldir koma í veg fyrir uppbyggingu fiskeldis hér á landi. Leyfisferlið og þeir kostnaðarþættir sem til staðar eru, voru skoðaðir og bornir saman við ferli og kostnaðarþætti úti í Skotlandi, þar sem laxeldi í sjó hefur aukist mikið á undanförnum árum. Tvö ímynduð fiskeldisfyrirtæki sem eru sambærileg á allan hátt, sóttu um leyfi á 2.000 tonna framleiðslu af laxi í sjó, en fyrirtækin eru staðsett í sitthvoru landinu, þ.e. hér á Íslandi og í Skotlandi. Mat var síðan lagt á hvort munur væri á milli landanna m.t.t. regluverks, tímalengdar, opinbers kostnaðar og til hversu langs tíma leyfin eru í gildi. Niðurstöðurnar sýndu svipað ferli leyfisveitinga í löndunum tveimur, en fjórar stofnanir koma að leyfisveitingum hér við land á meðan stofnanirnar eru fimm úti í Skotlandi. Leyfin eru til mun lengri tíma í Skotlandi eða til 25 ára en ekki til nema 10 ára hér heima. Kostnaðarþættirnir sem skoðaðir voru, eru svipaðir á milli landanna, en opinberar tölur um tímalengd leyfa innan stofnana, eru í mesta lagi þrjú ár í Skotlandi, á meðan leyfisferlið tekur um tvö og hálft ár hér á Íslandi. Tíminn er þó líklega mun lengri á Íslandi, eins og komið verður inn á í þessu verkefni. Lykilorð: Sjókvíaeldi, Ísland, Skotland, Leyfisferli, Opinberir kostnaðarþættir World consumption of seafood has increased dramatically for the last years. Countries in north- west Europe have benefited from the development of salmon farming, which has increased the interest of Icelantic aquaculture companies as well as changing conditions in Iceland. Certain aspects, like licensing process for companies in the aquaculture business and their public cost factors are believed to prevent ...