„Mér finnst bara ekki vera neitt úrval" : viðhorf foreldra barna með einhverfu á grunnskólaaldri varðandi sumarúrræði á Akureyri

Tíðni einhverfu fer vaxandi á Íslandi og er því mikilvægt að úrræði fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra séu til staðar. Á Akureyri hefur fjöldi barna með fatlanir aukist á milli ára en úrval af úrræðum hefur ekki aukist í samræmi við það. Þegar skólarnir loka yfir sumartímann er mikilvægt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sesselia Úlfarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27968
Description
Summary:Tíðni einhverfu fer vaxandi á Íslandi og er því mikilvægt að úrræði fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra séu til staðar. Á Akureyri hefur fjöldi barna með fatlanir aukist á milli ára en úrval af úrræðum hefur ekki aukist í samræmi við það. Þegar skólarnir loka yfir sumartímann er mikilvægt að það séu til staðar úrræði fyrir börn með einhverfu þar sem þau fá þjónustu eftir sínum þörfum. Í þessu verkefni voru skoðuð viðhorf foreldra barna með einhverfu á grunnskólaaldri varðandi sumarúrræði á Akureyri. Fjallað var um fræðilega flokkun á einhverfu og þjónustu við einhverfa. Tekin voru viðtöl við foreldra barna með einhverfu og búsett eru á Akureyri. Skoðuð var nýting foreldra á þeim úrræðum sem sveitarfélagið býður upp á fyrir börn með einhverfu og hvað þeim finnst um þau sumarúrræði sem eru í boði. Foreldrarnir sem tóku þátt í rannsókninni komu með tilögur að úrræðum yfir sumartímann sem myndu aðstoða við að létta á kvíða og álagi sem foreldrarnir fundu fyrir. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að Akureyrarbær þarf að bæta þau úrræði sem eru í boði og auka þarf úrval af úrræðum fyrir einhverf börn yfir sumartímann. Það kom í ljós að upplýsingagjöf til foreldra er slök samkvæmt þeim viðmælendum sem rætt var við í tengslum við rannsóknina. Mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um þá þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á til að létta á streitu og álagi á þeim. Niðurstöðurnar sýndu að foreldrar leita minna til ráðgjafa á vegum fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar og leita frekar til stuðningshópa á Facebook fyrir foreldra einhverfa barna á Norðurlandi, þetta er eitthvað sem hægt væri að bæta. Það er mikilvægt að foreldrar fái stuðning og hafi góðan aðgang af upplýsingum til að aðstoða við umönnun barnsins. Lykilorð: Einhverfa, foreldrar, börn, sumarúrræði, Akureyri The rate of autism is increasing in Iceland and therefore it is important that suitable resources are available for these individuals and their families. The number of children with disabilities in the municipality of Akureyri has increased between ...