Geta allir orðið leiðsögumenn? : um hlutverk leiðsögumanna

Leiðsögumaðurinn er mikilvægur hlekkur í ferðamennsku, ekki síst nú í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi. Góður leiðsögumaður getur stuðlað að jákvæðri upplifun ferðamannsins og haft áhrif sem vara lengur en ferðin sem slík, takist honum vel upp. Hlutverk hans eru mörg og ná yfir ótal svið og skara...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þyri Kristínardóttir 1971-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27965
Description
Summary:Leiðsögumaðurinn er mikilvægur hlekkur í ferðamennsku, ekki síst nú í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi. Góður leiðsögumaður getur stuðlað að jákvæðri upplifun ferðamannsins og haft áhrif sem vara lengur en ferðin sem slík, takist honum vel upp. Hlutverk hans eru mörg og ná yfir ótal svið og skarast við ýmis störf önnur. Í þessari ritgerð er horft til þess hvaða hlutverk það eru sem góður leiðsögumaður í almennri rútuleiðsögn þarf að uppfylla. Rætt var við sex aðila, þrjá leiðsögumenn og þrjá aðila er ráða leiðsögumenn í verkefni. Niðurstaðan var sú að fjögur hlutverk stóðu upp úr og þóttu mikilvægari en önnur að mati allra viðmælenda, á meðan önnur hlutverk, sem mætti gefa sér að væru mikilvæg, voru af viðmælendum talin síður mikilvæg. Lykilorð: Leiðsögumaður, hlutverk, rútuleiðsögn, miðlun, fræðsla, upplifun. A tour guide is an important link in the chain of tourism, especially now in the fast growing tourism in Iceland. A good tour guide can contribute to a positive experience for the traveler and his influences can last longer then the journey as such, if he is successful at his job. The roles of the tour guides are many and complex and they overlap many other types of professions. In this paper the author looks at the roles that a good bus guide has to be able to take on. Interviews were taken with six people, three tour guides and three people who hire tour guides. The result was that four different roles stood out and were considered more important than others in the opinion of all the participants. While other roles, one might think are important, were not considered as the most important roles. Keywords: Tour guide, tourist guide, roles, bus-guiding, teaching, mediator, experience.