Áhrif fjölskyldugerðar og fjárhagsstöðu fjölskyldu á áfengisneyslu unglinga

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áfengisnotkun unglinga á Íslandi og hvort fjölskyldugerð og fjárhagsstaða fjölskyldu hafi áhrif á hana. Einnig var skoðað hvort kynjamunur sé á annars vegar áfengisnotkun og hins vegar hvort kynjamunur er hvernig litið er á fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar. Unni...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir 1989-, Pálmi Rafn Pálmason 1984-, Óttar Gunnarsson 1976-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27955
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áfengisnotkun unglinga á Íslandi og hvort fjölskyldugerð og fjárhagsstaða fjölskyldu hafi áhrif á hana. Einnig var skoðað hvort kynjamunur sé á annars vegar áfengisnotkun og hins vegar hvort kynjamunur er hvernig litið er á fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar. Unnið var úr niðurstöðum ESPAD rannsóknarinnar en hlutverk hennar er að rannsaka vímuefnaneyslu unglinga í Evrópu og er það Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri sem sér um að safna gögnum um íslenska unglinga. Úrtakið samanstóð af 2.321 nemanda úr 10. bekk í grunnskólum landsins. Niðurstöður voru á þá leið að 66% nemenda sögðust aldrei hafa drukkið á meðan 44% sögðust hafa drukkið. Þegar spurt var um aldur við fyrstu ölvun voru aftur á móti 88,9% sem svöruðu því að hafa aldrei orðið ölvuð á meðan 10,9% sögðust hafa orðið ölvuð í fyrsta skipti 15 ára eða yngri. Marktækur munur er á áfengisneyslu unglinga miðað við fjölskyldugerð þar sem 56% þeirra sem bjuggu einungis hjá föður höfðu drukkið, 41% sem bjuggu einungis hjá móður og 30% þeirra sem bjuggu hjá báðum foreldrum. Einnig er munur á áfengisneyslu miðað við fjárhagsstöðu fjölskyldu en þeir sem ekki hafa drukkið áfengi koma frá fjölskyldum sem eru að meðaltali svipaðar eða betur stæðar en aðrar fjölskyldur (meðaltal 3,8 og staðalfrávik 4,4). Þeir sem hafa drukkið koma frá fjölskyldum sem eru að meðaltali svolítið verr eða töluvert verr staddar en aðrar fjölskyldur (meðaltal 5,70 og staðalfrávik 29,7). Við skoðun á kynjamun á áfengisneyslu kemur í ljós að ekki er marktækur munur á milli kynjanna. Það er hins vegar töluverður munur á svörum kynjanna um fjárhagsstöðu fjölskyldu þar sem stelpur virðast telja sig koma frá verr stæðum fjölskyldum heldur en strákar, en 12,3% stelpnanna á móti 8,8% strákanna telja sig koma frá verr stæðum fjölskyldum en aðrir. Miðað við tölur um áfengisneyslu unglinga telja höfundar að mikilvægt sé að bæta enn frekar úr forvarnarstarfi gegn áfengisneyslu og er hægt að líta til starfsins sem unnið hefur verið gegn tóbaksnotkun í ...