Ímynd Íslands sem áfangastaður ferðamanna meðal Spánverja

Ímynd áfangastaðar er mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu þar sem hún hefur áhrif á ákvörðunartöku ferðamannsins þegar kemur að vali á áfangastað og ánægju hans af staðnum. Sterk og jákvæð ímynd er talin lykilþáttur þegar kemur að velgengni og samkeppnishæfni áfangastaðar og því er mikilvægt að sköpuð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Skúladóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27950
Description
Summary:Ímynd áfangastaðar er mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu þar sem hún hefur áhrif á ákvörðunartöku ferðamannsins þegar kemur að vali á áfangastað og ánægju hans af staðnum. Sterk og jákvæð ímynd er talin lykilþáttur þegar kemur að velgengni og samkeppnishæfni áfangastaðar og því er mikilvægt að sköpuð sé aðgreinandi ímynd sem byggist á lykilþáttum áfangastaðarins og að henni sé miðlað á réttan hátt til markhópsins. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið á hraðri uppleið undanfarin ár og eru erlendir ferðamenn sífellt að verða áhugasamari um að koma og skoða þessa framandi eyju. Spænskum ferðamönnum hefur fjölgað sérstaklega mikið og er markmið þessarar rannsóknar að kanna hver skynjuð ímynd Spánverja sé af Íslandi sem áfangastaður ferðamanna. Markmiðið er jafnframt að skoða hvort ímyndin sé í takt við þá ímynd sem Íslandsstofa hefur aðgreint og miðlað fyrir Ísland. Niðurstöður leyddu í ljós að ímyndin er sterklega tengd náttúru landsins, öryggi og frið og er landið jafnframt talið einstakt og öðruvísi. Geta þetta talist jákvæðar niðurstöður í ljósi þess að ímyndin samræmist að miklu leyti þeirri ímynd sem Íslandsstofa hefur þróað áfram með sinni starfsemi. Ímyndina skortir þó styrkleika fyrir aðgreinandi þætti Íslands og menningu þess. Destination image is an important factor in the tourism sector as it influences the traveler’s decision-making when it comes to choosing a destination as well as the satisfaction level of the destination. A strong and positive image is considered a key factor in the success and competitiveness of the destination, and it is therefore important to create a distinctive image based on key elements of the destination and that it is properly communicated to the target audience. Tourism in Iceland has been on the rise in recent years, and foreign tourists are increasingly becoming more interested in coming and viewing this unique island. Spanish tourists have grown a lot and the aim of this study is to investigate the perceived destination image of Iceland among Spaniards. The aim is also ...