Landsliðsdraumurinn : fyrirmyndir ungra knattspyrnuiðkenda í A-landsliðum karla og kvenna

Íslensku karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu stóðu á miklum tímamótum á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Bæði lið höfðu þá náð þeim merka árangri að spila í lokakeppni Evrópumeistaramótsins (EM) í knattspyrnu. Íslenskir leikmenn höfðu með því stigið inn á stóra sviðið og att kappi við bestu l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Skúli Bragi Magnússon 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27947
Description
Summary:Íslensku karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu stóðu á miklum tímamótum á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Bæði lið höfðu þá náð þeim merka árangri að spila í lokakeppni Evrópumeistaramótsins (EM) í knattspyrnu. Íslenskir leikmenn höfðu með því stigið inn á stóra sviðið og att kappi við bestu leikmenn álfunnar, glímt við stórstjörnur og lagt að velli átrúnaðargoð. Afrek sem þessi gera leikmenn að hetjum í hugum þjóðarinnar og styrkja stöðu þeirra sem fyrirmynda. Í þessari ritgerð voru borin saman áhrif fyrirmynda á áhorf og áhuga ungra iðkenda út frá kyni. Niðurstöður þessarar rannsóknar miðuðu sérstaklega að því að skoða áhrifin í tengslum við bæði karla- og kvennalandslið Íslands í knattspyrnu meðal 13-14 ára iðkenda íþróttarinnar. Áhorf á landsliðin var hér ennfremur kannað í tengslum við hinar ýmsu fjölmiðlagáttir, vettvangs og tegundar af umfjöllun. Í ljós kom að munurinn milli kynja var helst í tengslum við áhorf og áhuga á kvennalandsliðinu og leikmönnum þess. Stelpur voru þá líklegri en strákar til þess að að sýna liði og leikmönnum af gagnstæðu kyni áhuga, þar sem 85% stelpna sögðust hafa jafn mikinn áhuga á karla- og kvennalandsliðinu meðan að 83% stráka höfðu meiri áhuga á karlalandsliðinu en kvennaliðinu. Áhorf var þá skoðað út frá einstökum leikfræðilegum atriðum annars vegar og þáttum í fari einstakra leikmanna hins vegar. Þær upplýsingar hjálpuðu til við að gefa mynd af þeim þáttum sem gera góðan leikmann að landsliðsfyrirmynd. Alls 92% þátttakenda dreymdi um að spila einn daginn fyrir A-landslið þjóðarinnar í knattspyrnu og voru margir tilbúnir að leggja mikið á sig aukalega til að fylgja þeim draumi eftir. Í draumaheimi væri áhugi ekki háður karla eða kvennaliðum, heldur væri áhugi tengdur íþróttum og íþróttagreinum, áhorf tengt íþróttaviðburðum og umfjöllun tengd íþróttaafrekum, allt óháð kyni íþróttafólksins sem um ræðir. Meginhugtök: Fyrirmynd, kyn, A-landslið, knattspyrna, ungir iðkendur. Iceland´s men´s and women´s national soccer teams were both at a major turning point when the ...