Karfi : veiðar, vinnsla og markaðir

Verkefni þetta fjallar um veiðar, vinnslu og markaði karfa (Sebastes). Farið er yfir þá karfastofna sem veiddir eru á Íslandsmiðum auk þeirra stofna sem veiðast á öðrum hafsvæðum og veiðar á þeim eru skoðaðar. Þá er farið yfir vinnslu og útflutning á karfastofnum. Skoðað er hvar Ísland stendur bæði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Eiríksdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27942
Description
Summary:Verkefni þetta fjallar um veiðar, vinnslu og markaði karfa (Sebastes). Farið er yfir þá karfastofna sem veiddir eru á Íslandsmiðum auk þeirra stofna sem veiðast á öðrum hafsvæðum og veiðar á þeim eru skoðaðar. Þá er farið yfir vinnslu og útflutning á karfastofnum. Skoðað er hvar Ísland stendur bæði hvað veiðar og útflutning á karfaafurðum varðar og til hvaða landa þær eru sendar. Í verkefninu er tekið fram hver staða stofna er, bæði á þeim sem veiddir eru við Ísland og einnig þá sem veiddir eru í Kyrrahafi. Margir af þeim karfastofnum sem fjallað er um í verkefninu eru í slæmu ásigkomulagi eftir ofveiði á undanförnum árum og þá er einn af þessum stofnum talinn vera í útrýmingarhættu. Settar hafa verið upp ýmsar öryggisráðstafanir og fiskveiðireglur í sambandi við umgengni á þessum stofnum og eiga þessar ráðstafanir að verða til þess að jákvæð þróun eigi sér stað hjá karfastofnum. Afli Íslendinga hefur farið minnkandi síðustu ár og er það vegna neikvæðra þróunar stofna við Ísland auk aflamarka sem settar hafa verið á karfastofna. Vegna minnkandi karfaafla hefur útflutningur frá Íslandi því einnig minnkað. Helstu útflutningslönd Íslendinga undanfarin ár eru Þýskaland, Rússland og Japan. Segja má að íslenskar útflutningstölur segi mikið til um markaði fyrir karfaafurðir, þar sem Íslendingar eru ein af stærstu veiðiþjóðum karfa í heiminum. Lykilorð: Karfi, veiðar, vinnsla, markaðir, Sebastes This project focuses on the fishing, processing, and the market for redfish (Sebastes). It also covers the topic of the redfish species which is caught in North Atlantic Ocean as well as species caught in Pacific Ocean. The processing and export of the species is also examined. In addition it is examined where Iceland stands regarding fishing and export of redfish products and to which countries these products are exported. The status of the redfish stock is also discussed in the project, in relation to stocks caught in the North Atlantic Ocean and in the Pacific Ocean. Many of these species are in bad condition due to ...