Summary: | Verkefnið er lokað til 10.4.2018. Verkefni þetta er greining á vinnsluferlum loðnuhrogna með tilliti til hreinsunar á ormum. Í ritgerðinni er farið yfir loðnu og loðnuveiðar Íslendinga ásamt því að farið verður yfir eiginleika loðnuhrogna og vinnslu þeirra ásamt helstu sníkjudýrum og mörkuðum. Fjallað er um vinnsluferil loðnuhrogna með sérstakri áherslu á vinnsluferil loðnuhrogna í hrognavinnslu HB Granda hf. á Vopnafirði. Markmið verkefnisins var að skoða vinnsluferil HB Granda á Vopnafirði og greina hvort hægt væri að bæta hreinsun á ormum í ferlinu. Lagt var af stað með þrjár rannsóknarspurningar: Hvar eru ormarnir staðsettir í loðnunni og eru þeir jafnt í hrygnu og hæng? Fást betri og hreinni loðnuhrogn þegar hægurinn er flokkaður frá hrygnu fyrir skurð í hrognavinnslunni og hefur það áhrif á nýtingu? Hvað er mikið af ormum að skila sér í gegnum allt hreinsunarferlið og hvar í hreinsunarferlinu er ormurinn að fara úr? Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að ormarnir eru flestir staðsettir á innyflum í kviðarholi loðnunnar, meira í hæng en hrygnu eða að meðaltali 1,8 í hæng og 1,2 í hrygnu. Loðnuhrognin virðast vera hreinni þegar hængurinn er flokkaður frá hrygnu fyrir skurð og hrognavinnslan virkar sjálf hreinni. Nýting á loðnuhrognunum reyndist hækka í tveimur af þremur tilfellum flokkunar. Hreinsun í hrognavinnslu HB Granda á Vopnafirði er almennt séð mjög góð en ekki ormalaus. Ormurinn er að fara mest úr í cynklónunum í hrognavinnslunni. Einnig er fallhraði hrogna og orma skoðaður við mismunandi saltstyrk til að leita eftir bættum vinnsluferli. Niðurstöður þeirrar tilraunar sýndu mestan mun á fallhraða í hreinu vatni. Lykilorð: loðna, loðnuhrogn, hrognavinnsla, loðnuormar, hreinsun. This project analysizes the processing procedures of capelin roe with special notice on capelin parasites. This essay reviews capelin and capelin fishing through the years in Iceland as well as capelin roe and processing, markets and major parasites. This project analyzes HB Grandi hf.‘s roe processing plant with ...
|