Áhrif fallhæða á ísfisktogurum á gæði og nýtingarhlutfall afla

Verkefnið er lokað til 10.4.2019. Til að hámarka verðmæti þorskafurða úr landvinnslu er mikilvægt að hráefnið sem unnið er úr sé fyrsta flokks. Stöðug þróun og tækniframfarir í sjávarútvegi eru nauðsynleg til að standa undir vaxandi kröfum neytenda. Það eru fyrstu skrefin í meðhöndlun afla sem leggj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daði Tryggvason 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27939
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.4.2019. Til að hámarka verðmæti þorskafurða úr landvinnslu er mikilvægt að hráefnið sem unnið er úr sé fyrsta flokks. Stöðug þróun og tækniframfarir í sjávarútvegi eru nauðsynleg til að standa undir vaxandi kröfum neytenda. Það eru fyrstu skrefin í meðhöndlun afla sem leggja línurnar fyrir tækifæri aftar í virðiskeðjunni. Aflameðferð um borð í ísfiskskipum getur skipt sköpum þegar kemur að verðmætaaukningu fiskafurða og hlutfalli þeirra afurða sem markaðir eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir. Markmið verkefnisins er að kanna hvort misjafn aðbúnaður á vinnsludekki fjögurra ísfisktogara með áherslu á fallhæðir skili afla að misjöfnum gæðum í land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Slippinn á Akureyri. Starfsemi þeirra snýr meðal annar að hönnun og framleiðslu á vinnslulínum fyrir fiskiskip. Gæðaprufur tveggja fiskvinnsla sem vinna afla skipana voru bornar saman við mælingar sem gerðar voru á vinnsludekki togaranna og reynt að varpa ljósi á svæði sem hafa áhrif á gæði afla. Einnig voru tekin viðtöl við áhafnarmeðlimi skipana til að auðvelda greiningu svæða sem hugsanlega rýra gæði aflans. Gæðaþættir sem eru til skoðunar eru blóðmar, holdroði, los og hryggbrot. Einnig er hlutfall þessara gæðaþátta borið saman við nýtingarhlutfall aflans og leitað að tengslum þar á milli. Rannsóknaspurningar verkefnisins eru þrjár. • Hafa fallhæðir áhrif á gæði afla ísfiskstogara? • Er munur milli skipa á fallhæðum og gæðum afla? • Eru verðmæti að tapast sökum fallhæða? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fallhæðir hafi í einhverjum tilfellum áhrif á gæði afla. Bæði hryggbrot og blóðmar virðast hafa áhrif á nýtingarhlutfall úr afla skipana. Hlutfall þessara gæðaþátta er misjafnt milli skipana og einnig nýtingarhlutfallið. Misræmis gætti í gögnum sem niðurstöður voru unnar upp úr og þ.a.l. ekki hægt að fullyrða um tengsl ákveðinna gæðaþátta og nýtingarhlutfalls. Til að ganga úr skugga um fylgni milli þessara þátta þarf að leggjast í frekari rannsóknarvinnu með áherslu á það. Lykilorð: ...